Búast má við truflunum hjá Strætó

Allar leiðir Strætó á höfuðborgarsvæðinu aka samkvæmt áætlun sem stendur.
Allar leiðir Strætó á höfuðborgarsvæðinu aka samkvæmt áætlun sem stendur. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Allar leiðir Strætó á höfuðborgarsvæðinu aka samkvæmt áætlun sem stendur. Á vef Strætó er vakin athygli á því að búist sé við vonskuveðri með samgöngutruflunum á landinu í dag, fyrst um landið sunnan- og vestanvert.

„Búast má við að flestar ef ekki allar ferðir til og frá Reykjavík muni raskast mikið eða hreinlega verða felldar niður. Einnig má búast við töluverðum truflunum á akstri áætlanabíla innan höfuðborgarsvæðisins og ef sú staða kemur upp, munum við reyna að halda öryggi umfram tímaáætlun,“ segir á heimasíða Strætó.   

Fylgjast má með verðurspánni á veðurvef mbl.is.

Leið 57. Frá Akranesi 7.25 Fellur niður

Leið 57. Frá Mjódd 7.30 ekur bara í Leirvosgstungu. 

Leið 57. Frá Mjódd 7.45 fellur niður.

Leið 56. Ferðirnar í dag falla niður. 

Allar aðrar leiðir aka samkvæmt áætlun

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert