Bjarni gerir ráð fyrir endurkomu Hönnu Birnu

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Ómar

Bjarni Benediktsson segist gera ráð fyrir því að Hanna Birna Kristjánsdóttir komi aftur inn á þing auk þess sem hún hafi tækifæri á að endurnýja umboð sitt sem varaformaður Sjálfstæðisflokksins á næsta landsfundi.

Þetta kemur fram í viðtali við Bjarna í nýjasta tölublaði Frjálsrar verslunar. „Ég veit ekki betur en að það sé ætlun hennar. En hvað veit maður,“ segir Bjarni. „Það fara fram reglulegar mælingar á flokknum og þingmönnum hans. Það gerist í prófkjörum og í kosningum – og þá kemur þetta í ljós. Allt annað eru bara vangaveltur,“ er haft eftir Bjarna.

Málið hefur ekki hjálpað henni

Þá bendir hann á að traust skipti öllu máli í stjórnmálum og að þetta mál hafi augljóslega ekki hjálpað henni. „Ég ætla ekki að dæma um hversu mikið það hefur skaðað hana, það kemur að því að hún geti látið á það reyna,“ segir hann.

Aðspurður hvort óttinn við viðbrögð netheima gæti haft áhrif á ákvarðanir stjórnmálamanna segist Bjarni vona ekki. „Ég hef staðið og varið umdeildar ákvarðanir og þá skiptir öllu
að hafa sjálfur sannfæringu fyrir málinu. Það er aðalatriðið,“ segir hann. „Ef maður fer í gegnum
erfiða umræðu nokkrum sinnum með sannfæringu fyrir málstaðnum lærist að hún skiptir fyrst og fremst máli – en ekki einhver ótti um að „allt verði vitlaust“ í netheimum.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert