Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar telur ástandið á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, þar sem ekki er boðið upp á ómskoðanir vegna meðgöngueftirlits, sé óásættanlegt með öllu og afturhvarf mörg ár aftur í tímann.
Eins og mbl.is hefur greint frá hafa ófrískar konur á Vestfjörðum ekki komist í ómskoðun á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði síðan í nóvember. Ástæðan er sú að ljósmóðir sem venjulega hefur komið þangað tvisvar í mánuði til að ómskoða barnshafandi konur hefur ekki komist vegna veðurs.
Í ályktun sem Daníel Jakobsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins, lagði fram og var samþykkt samhljóða á fundi bæjarstjórnar fyrr í vikunni eru aðilar málsins hvattir til að leita allra leiða svo hægt verði að bjóða upp á ómskoðanir á heimaslóðum, þannig að verðandi mæður þurfi ekki að ferðast til Reykjavíkur í slíka skoðun.
Frétt mbl.is: Óviðunandi að komast ekki í sónar