Stormurinn í myndum

Sannkallað ófremdarástand ríkir á höfuðborgarsvæðinu og raunar víðast hvar á landinu. Bæði myndir og myndbönd af vatnselgnum, vindskemmdum og foknum munum hafa verið sendar til mbl.is á síðustu klukkutímum og sífellt bætist í. Á meðfylgjandi myndum má sjá Mosfellsbæ á floti, bíla, strætóskýli og ýmislegt annað sem fokið hefur. Smellið á flettiskjáinn hér að ofan til að skoða myndirnar en myndbönd má sjá hér að neðan.

Myndband frá Ingu Birnu Erlingsdóttur sýnir ástandið í Mosfellsbæ glögglega. Hún hefur náð hreint ótrúlegum myndum og myndskeiðum sem vakið hafa mikla athygli á samfélagsmiðlum.

Egill Jóhannsson náði síðan myndbandi af ruggandi strætóskýli sem hafði oltið í Árbænum.

Til þess að komast um undirgöngin við Salaskóla í Kópavogi þarf að synda.
Finnur Andrésson tók myndbandið hér að neðan af aðstæðum við höfnina á Akranesi.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka