Ekki þegja um ofbeldið

Margrét Ólafsdóttir og Ingibjörg Haraldsdóttir unnu að rannsókninni og ræddu …
Margrét Ólafsdóttir og Ingibjörg Haraldsdóttir unnu að rannsókninni og ræddu við börn um heimilisofbeldi og birtingarmyndir þess. mbl.is/Rax

Börn sem þekkja heim­il­isof­beldi af eig­in raun eru sam­mála um eitt – ekki þegja um of­beldið. Þau segja það réttu og bestu leiðina til þess að losna úr vít­inu. Heim­il­isof­beldi er ekki ein­stak­ur at­b­urður held­ur viðvar­andi ástand.

Mar­grét Ólafs­dótt­ir og Ingi­björg  H. Harðardótt­ir eru meðal höf­unda bók­ar­inn­ar Of­beldi á heim­ili – Með aug­um barna, sem hef­ur bæði hlotið Fjöru­verðlaun­in í ár og viður­kenn­ingu Hagþenk­is.

Ingi­björg og Mar­grét starfa báðar við Menntavís­inda­svið Há­skóla Íslands. Ingi­björg er lektor í  þroska­sál­fræði. Hún er kenn­ari,  sér­kenn­ari og sál­fræðing­ur að mennt og lög­gilt­ur klín­ísk­ur barna­sál­fræðing­ur. Mar­grét er aðjúnkt  í þroska­sál­fræði.  Hún er kenn­ari og sál­fræðing­ur að mennt og sér­fræðing­ur í skóla­sál­fræði.

Bók­in er fram­lag til rann­sókna á heim­il­isof­beldi, van­rækslu og mis­beit­ingu gagn­vart börn­um og mæðrum. Hún er jafn­framt inn­legg í bar­átt­una gegn þessu al­var­lega þjóðfé­lags­meini.
Meðal spurn­inga sem feng­ist er við í bók­inni eru: Hvaða vitn­eskju hafa börn um heim­il­isof­beldi? Hvernig bregðast þau við því? Hvaða áhrif hef­ur of­beldið? Hvernig finnst börn­um sam­fé­lagið bregðast við? Hvað segja prent­miðlar um heim­il­isof­beldi?
Í rann­sókn­inni var leitað til barn­anna sjálfra til að at­huga hvaða hug­mynd­ir þau hefðu um heim­il­isof­beldi. Þar kom meðal ann­ars fram að börn gera sér bet­ur grein fyr­ir því of­beldi sem beitt er á heim­ili en oft er talið og hversu óá­sætt­an­legt það er. Í bók­inni segja börn frá skiln­ingi sín­um og viðbrögðum. Einnig lýsa mæður, sem bjuggu við of­beldi, reynslu sinni. Rýnt er í orðræðu í prent­miðlum um heim­il­isof­beldi og rætt um aðkomu fag­fólks og hlut­verk grunn­skól­ans.

Leynd­in ekki jafn mik­il og áður

Þær segja mikla rann­sókn­ar­vinnu liggja að baki  bók­ar­inn­ar, en vinna við hana hófst árið 2006 og hún kom út í fyrra. Á þeim tíma hef­ur margt breyst í umræðunni til hins betra og mun auðveld­ara  í dag að ræða mál­efni sem áður hvíldi leynd yfir. 

Mar­grét seg­ir að heim­il­isof­beld­inu fylgi mik­il skömm og það skýri meðal ann­ars þá þögg­un sem hef­ur ríkt í sam­fé­lag­inu. „Með bók­inni vilj­um við aflétta þess­ari skömm því ef ekki er sagt frá of­beld­inu þá held­ur það áfram að viðgang­ast.“

Þær segja að það hafi tekið tals­vert á að hefja rann­sókn­ina meðal ann­ars vegna þess hversu erfitt það reynd­ist að fá aðgang að börn­un­um enda fannst mörg­um að svona hluti ætti ekki yfir höfuð að ræða við börn. Þeim hafi hins veg­ar verið tekið vel af skóla­yf­ir­völd­um og flest­ir skól­ar þegið fræðslu um heim­il­isof­beldi.

Hins veg­ar hafi gengið illa að fá all­ar spurn­ing­ar sem til stóð að leggja fyr­ir börn­in samþykkt­ar. Þetta hafi verið baga­legt þar sem um sam­an­b­urðar­rann­sókn var að ræða. Rann­sókn­in hér var sniðin að breskri rann­sókn og sam­bæri­legri rann­sókn sem var gerð í Sviss. Því hafi verið mik­il­vægt að gefa ekki af­slátt af spurn­ing­un­um.

Vildu að rödd barn­anna fengi að heyr­ast

„Við vild­um að rödd barn­anna fengi að heyr­ast og við sjá­um það úti um all­an heim, á sama tíma og sí­fellt fleiri ríki lög­festa barna­sátt­mála Sam­einuðu þjóðanna, að það er vax­andi stuðning­ur við að börn fái að segja hvað þeim finnst í stað þess að aðrir séu að tala fyr­ir þeirra hönd ,“ seg­ir Ingi­björg.

Rætt var við 1.100 grunn­skóla­börn í 4.-10. bekk í 13 grunn­skól­um og leiddi könn­un­in í ljós að ís­lensk börn þekkja al­mennt vel til heim­il­isof­beld­is, geta skil­greint hug­takið með eig­in orðum og hafa skoðanir á því. Alls þekkti fjórðung­ur aðspurðra ein­hvern sem hafði orðið fyr­ir heim­il­isof­beldi og í ein­hverj­um til­vik­um voru það börn­in sjálf sem rætt var við sem höfðu upp­lifað heim­il­isof­beldi á eig­in skinni.

Í kjöl­farið var rætt við 14 börn og mæður hluta þeirra sem höfðu búið við heim­il­isof­beldi og segja þær Mar­grét og Ingi­björg að það hafi verið stór­kost­legt að hitta þess­ar sterku mæður sem þær ræddu við en það var skil­yrði fyr­ir viðtöl­un­um við börn­in að þær gæfu samþykki. Ekki hafi átt að taka viðtöl við mæðurn­ar held­ur 30 börn en þær sjái ekki eft­ir því að hafa bætt mæðrun­um við því margt fróðlegt hafi komið þar fram.

Of­beldið litar allt líf barn­anna

Til að mynda hafi mæðurn­ar ekki alltaf áttað sig á því hvað börn­in vissu mikið um of­beldið sem hafði viðgeng­ist á heim­il­inu. Eitt af skil­yrðunum sem sett voru fyr­ir þátt­töku var að of­beld­inu væri lokið fyr­ir hálfu ári hið minnsta svo tryggt væri að ekki væri neinn sett­ur í hættu vegna rann­sókn­ar­inn­ar.

„Á meðan á of­beld­inu stend­ur þá er ekki mikið rætt um of­beldið en þegar of­beld­is­ger­and­inn flyt­ur út af heim­il­inu þá fer fjöl­skyld­an að ræða sam­an um ógn­ina og ástandið. Þessi þögn þangað til er svo erfið fyr­ir börn­in,“ seg­ir Ingi­björg og bæt­ir við að þegar ekki má tala um of­beldið og það hjúpað þögn get­ur reynst erfiðara að vinna úr vand­an­um og leita sér hjálp­ar.

„Heim­il­isof­beldi er ekki einn ein­stak­ur at­b­urður held­ur viðvar­andi ástand sem brýt­ur mann niður. Þetta viðvar­andi ástand er það sem börn­in eru að reyna að lýsa þegar þau tala um and­legt of­beldi.  Að geta aldrei um frjálst höfuð strokið og of­beldið litaði allt þeirra dag­lega líf,“ seg­ir Ingi­björg.

Mar­grét seg­ir að þegar börn búa við aðstæður sem þess­ar fari þær að hafa áhrif á sjálfs­mynd  barna, vina­tengsl, skóla­göngu og svefn eða í  raun og veru allt þeirra líf.

„Það sem börn­in voru öll sam­mála um var að þeir sem upp­lifðu heim­il­isof­beldi ættu ekki að þegja. Þeirra ráð til þess­ara barna eru: Ekki þegja held­ur gerið allt til þess að kom­ast út úr þess­um aðstæðum,“ seg­ir Mar­grét.

En slíkt get­ur verið þraut­in þyngri fyr­ir þá sem búa við heim­il­isof­beldi enda er það einu sinni svo að við vilj­um halda okk­ar einka­lífi fyr­ir okk­ur,  heim­ilið er okk­ar ekki annarra, segja þær Mar­grét og Ingi­björg.

Meðal úrræða sem börn hafa er að hringja í  hjálp­arsíma Rauða kross­ins, 1717, og Neyðarlín­una, 112. Eins eru starf­andi nem­enda­vernd­ar­ráð í öll­um grunn­skól­um sem er ætlað að veita nem­end­um aðstoð ef þau þurfa á henni að halda.

Þær segja að mörg þess­ara barna glími við innri tog­streitu því að á sama tíma sem þau hafa andúð á  of­beld­is­mann­in­um þá er erfitt að bera kala til þeirra sem þú deil­ir heim­ili með.

„Við viss­um að hluti þeirra barna sem við rædd­um við hafði upp­lifað of­beldi á eig­in heim­ili og stund­um kom það í ljós þegar þau töluðu um hvað heim­il­isof­beldi þýddi: Eins og þegar hann lamdi mig,  var meðal þess sem þau sögðu. Við lét­um öll börn­in fá bæk­linga með upp­lýs­ing­um um hvar aðstoð væri að fá o.fl. Eins spurðum við þau við hvern þau myndu tala ef þau upp­lifðu slík of­beldi,“ seg­ir Ingi­björg og Mar­grét bæt­ir við að þar hafi verið kyn­bund­inn mun­ur milli svara því stúlk­ur, einkum ung­lings­stúlk­ur, sögðust segja vin­um frá. Eins var al­gengt að þau nefndu afa og ömmu sem þá sem þau myndu leita til.

Heim­ilið á að vera griðastaður ekki hryll­ings­staður

Þær segja að meðal þess sem standi upp úr í rann­sókn­inni sé að börn vita meira en haldið er og þau vilja láta tala við sig. „Þetta verður von­andi til þess að það verður til far­veg­ur fyr­ir full­orðna til þess að ræða þessi mál við börn sín. Þetta er mál sem kem­ur öll­um við og það verður að aflétta skömm­inni. Það eru ekki þolend­urn­ir sem eiga að að bera skömm­ina, ábyrgðin er ekki þeirra,“ seg­ir Ingi­björg.

Eða líkt og Mar­grét bend­ir á: „Heim­il­isof­beldi fer ekki eft­ir stétt né stöðu held­ur get­ur það átt sér stað óáháð slík­um aðstæðum. En það á sér stað á heim­il­inu sem á að vera griðastaður fólks og það er óá­sætt­an­legt.“

Fimmtu­dag­inn 19. mars verður haldið um bók­ina Of­beldi á heim­ili - Með aug­um barna klukk­an 14 - 17 í Hamri á Menntavís­inda­sviði H.Í ( gengið inn frá Há­teigs­vegi).

Þar munu höf­und­ar: Guðrún Krist­ins­dótt­ir pró­fess­or, Ingi­björg H. Harðardótt­ir lektor, Mar­grét Ólafs­dótt­ir aðjunkt, Mar­grét Sveins­dótt­ir M.Ed  sér­kennslu­stjóri Sala­skóla og Nanna Þóra Andrés­dótt­ir M.Ed. fag­stjóri í MK, kynna bók­ina auk þess sem fjallað verður um viðbrögð við bók­inni.

Í grein­ar­gerð viður­kenn­ing­ar­ráðs Hagþenk­is seg­ir að bók­in sé „þarft og mik­il­vægt inn­legg í sam­fé­lagsum­ræðuna og hafa höf­und­arn­ir unnið stór­virki í að varpa ljósi á aðstæður, þekk­ingu og seiglu barna og ung­linga sem búa við of­beldi og búa til far­veg fyr­ir radd­ir þeirra inn í op­in­bera umræðu“. Þar seg­ir jafn­framt að bók­in „ein­kenn­ist af djúpri um­hyggju og virðingu fyr­ir börn­um og mæðrum sem þurfa að þola of­beldi. Verkið ber einnig vitni áræði og hug­rekki höf­unda og rit­stjóra. Þær taka kinn­roðalaust fram að rann­sókn þeirra sé byggð á femín­ísk­um fræðum og grund­vall­ist á þeirri sýn að und­ir­rót heim­il­isof­beld­is sé und­ir­skip­un kvenna og barna í feðraveld­is­sam­fé­lagi“.

Heimilisofbeldi er ekki einn einstakur atburður heldur viðvarandi ástand.
Heim­il­isof­beldi er ekki einn ein­stak­ur at­b­urður held­ur viðvar­andi ástand. mbl.is/​Krist­inn Ingvars­son
Ásdís Ásgeirs­dótt­ir
Það ráð sem börn gefa öðrum börnum varðandi heimilisofbeldi - …
Það ráð sem börn gefa öðrum börn­um varðandi heim­il­isof­beldi - ekki þegja segið frá mbl.is/​Heiðar Kristjáns­son
Um fjórðungur skólabarna þekkir einhvern sem hefur orðið fyrir ofbeldi …
Um fjórðung­ur skóla­barna þekk­ir ein­hvern sem hef­ur orðið fyr­ir of­beldi á heim­ili sínu. mbl.is/​Krist­inn Ingvars­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert