Sakar Kvennablaðið um drusluskömmun

Eft­ir að #FreeT­heNipple bylt­ing­in fór af stað á sam­fé­lags­miðlum var …
Eft­ir að #FreeT­heNipple bylt­ing­in fór af stað á sam­fé­lags­miðlum var boðað til ým­issa viðburða, þar á meðal sund­ferð þar sem geir­vört­urn­ar voru frelsaðar. mbl.is/Kristinn

Blað sem kall­ar sig „Kvenna­blaðið“ ætti kannski að hugsa sig tvisvar um áður en það birt­ir pist­il sem er lít­il­lækk­andi og bein van­v­irðing við stór­an hluta kvenna á Íslandi og við þá rétt­inda­bar­áttu sem þúsund­ir ís­lenskra kvenna taka þátt í, í gegn­um til dæm­is Druslu­göng­una og #freet­henipple. Blaðið ætti enn frem­ur að skamm­ast sín fyr­ir að nota nafn Druslu­göng­unn­ar til að ýta und­ir druslu­skömm­un.

Þetta skrif­ar Hild­ur Guðbjörns­dótt­ir í pistli sín­um „Ekki þín druslu­ganga“ á vef Knúz í dag. Vitn­ar hún þar í pist­il sem var birt­ur á vef­miðli Kvenna­blaðsins fyr­ir tveim­ur dög­um þar sem rit­stjóri Kvenna­blaðsins skrif­ar um brjósta­bylt­ing­una sem hrint var af stað í vik­unni.

„Höf­und­ur kem­ur þar ekki aðeins upp um að hún hafi gjör­sam­lega mis­skilið #freet­henipple frá upp­hafi til enda, hún virðist einnig hafa mis­skilið veiga­mikla þætti í menn­ingu okk­ar og sam­fé­lagi sem tengj­ast átak­inu. Pist­ill­inn gef­ur sig út fyr­ir að vilja stuðla að vernd­un og ör­yggi, en ger­ir í raun lítið annað en að druslu­skamma ung­ar kon­ur og gefa í skyn að þær séu ekki fær­ar um sjálf­stæða hugs­un. Auk þess sýn­ir höf­und­ur fá­dæma dóna­skap og van­v­irðingu í garð kvenna,“ skrif­ar Hild­ur.

Seg­ir hún Stein­unni Ólínu Þor­steins­dótt­ur, höf­und pist­ils­ins, full­yrða að kon­ur fari ekki sjálf­ar með vald yfir lík­ama sín­um og gera lítið úr upp­lif­un ungra bar­áttu­kvenna á eig­in vald­efl­ingu, femín­ískri sam­stöðu ís­lenskra kvenna og þeim krafti sem þær upp­lifðu í gegn­um hóp­mót­mæli til stuðnings ungri stúlku.

„Því næst neit­ar hún því að nekt kven­kyns brjósta á al­manna­færi telj­ist yf­ir­höfuð skamm­ar­leg í okk­ar sam­fé­lagi. Eins fá­rán­leg og sú staðhæf­ing er, þá er kannski besta sönn­un þess hversu röng hún er henn­ar eig­in pist­ill. Viðbrögð höf­und­ar við ber­um brjóst­um sýna ein­mitt hversu sterk skömm­in er og hversu mik­il­vægt það er að berj­ast gegn henni. Ef það væri eng­in skömm að ber­um brjóst­um hefði þetta átak ekki valdið því fjaðrafoki sem það gerði og höf­und­ur hefði aldrei skrifað pist­il­inn til að byrja með.“

Hild­ur seg­ir pist­il Kvenna­blaðsins vera hreint út sagt birt­ing­ar­mynd feðraveld­is­ins „sem rís á aft­ur­lapp­irn­ar og spýr eldi um leið og því er storkað. Höf­und­ur ger­ist hér sek­ur um allt það sem verið er að reyna að berj­ast gegn með brjósta­bylt­ing­unni“. Seg­ir hún höf­und gefa í skyn að þolend­ur beri ábyrgð á því of­beldi sem aðrir beita þá. „Það er ekki hægt að bera ábyrgð á því að vera ekki beitt­ur kyn­ferðisof­beldi. Alls ekki. Aldrei. Á ENG­AN hátt. Punkt­ur.“

Þá seg­ir hún hefnd­arklám, hrelliklám og hvers kyns kyn­ferðis­legt of­beldi ekki ein­ung­is vanda­mál for­eldra og upp­al­enda, „eins og er haldið fram í pistl­in­um, held­ur vanda­mál okk­ar allra, sam­fé­lags­ins í heild, og stjórn­ast af viðhorf­um okk­ar allra. Við þurf­um alls­herj­ar viðhorfs­breyt­ingu. Þetta eru góðar frétt­ir, því þær þýða að við GET­UM stöðvað kyn­ferðis­legt of­beldi, ef við berj­umst bara nógu mikið fyr­ir því og reyn­um að losa okk­ur sjálf og aðra við þær kúg­andi hug­mynd­ir sem okk­ur hafa verið kennd­ar frá blautu barns­beini. Ef eng­um fynd­ust brjósta­mynd­ir skamm­ar­leg­ar væri ekki hægt að hrella fólk með þeim. Ef stelp­um er sama þótt aðrir sjái á þeim geir­vört­urn­ar geta hrelliklámsníðing­ar ekki hrellt þær. Í því felst vald­efl­ing­in.

Hér má lesa pist­il­inn í heild.

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, ritstjóri Kvennablaðsins.
Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir, rit­stjóri Kvenna­blaðsins. Ljós­mynd/​Snorri Sturlu­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert