Lenti í átökum við þingvörð

Skjáskot

Hópur mótmælenda kom saman fyrir Alþingishúsið í dag og mótmælti því að ekki væri hafin rannsókn á einkavæðingu bankanna þrátt fyrir að samþykkt hafi verið af Alþingi þingsályktunartillaga fyrir 888 dögum að það yrði gert.

Mótmælendur reyndu að kríta töluna 888 á gangstéttina við þinghúsið en þingverðir komu þá út með garðslöngu og skoluðu það af stéttinni. Karlmaður úr röðum mótmælenda reyndi að koma í veg fyrir það en var þá snúinn niður af þingverði. Til snarpra orðaskipta kom í kjölfarið á milli þingvarða og mótmælenda.

Sami einstaklingur sem krítaði á gangstéttina reyndi skömmu síðar að kríta á styttuna af Jóni Sigurðssyni á Austurvelli og var í kjölfarið handtekinn af lögreglumönnum.

Fámennur hópur fólks mætti við Alþingishúsið í hádeginu til að vekja athygli þingmanna á að nú eru 888 dagar liðnir síðan Alþingi samþykkti að hefja rannsókn á einkavæðingu bankanna, en rannsóknin er ekki enn hafin. Ætlunin var að afhenda þingmönnum ályktunina og kríta 888 á stéttina fyrir framan Alþingishúsið. Svona var hópurinn rekinn burt. Við krefjumst þess að rannsókn á einkavæðingu bankanna hefjist tafarlaust. #888dagar #spilling

Posted by Jæja on Wednesday, April 15, 2015



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert