„Ólíðandi“ vinnubrögð þingvarða

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata.
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Þessi vinnubrögð þingvarða eru algerlega ólíðandi. Þetta verður tekið fyrir í forsætisnefnd,“ segir Birgitta Jónsdóttir, kafteinn Pírata, á Facebook-síðu sinni í dag.

Tilefnið eru átök sem urðu á milli þingvarðar og mótmælanda við Alþingishúsið í dag en mótmælandinn krítaði á stéttina fyrir framan þinghúsið töluna 888 til marks um að sá fjöldi daga væri liðinn frá því að samþykkt var á Alþingi að rannsaka einkavæðingu bankanna. Fámennur hópur mótmælenda var samankominn við þinghúsið til að mótmæla því.

Þingverðir komu út með garðslöngu og sprautuðu á krítaða töluna. Einn úr röðum mótmælenda reyndi að koma í veg fyrir það og sneri þingvörðurinn sem hélt á slöngunni hann þá niður í jörðina. Til snarpra orðaskipta kom í kjölfarið.

Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata og áheyrnarfulltrúi þeirra í forsætisnefnd, hefur sent Einari K. Guðfinnssyni, forseta Alþingis, bréf þar sem óskað er eftir því að hann rannsaki málið.

Frétt mbl.is: Lenti í átökum við þingvörð

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert