„Ólíðandi“ vinnubrögð þingvarða

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata.
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Þessi vinnu­brögð þingvarða eru al­ger­lega ólíðandi. Þetta verður tekið fyr­ir í for­sæt­is­nefnd,“ seg­ir Birgitta Jóns­dótt­ir, kaf­teinn Pírata, á Face­book-síðu sinni í dag.

Til­efnið eru átök sem urðu á milli þingvarðar og mót­mæl­anda við Alþing­is­húsið í dag en mót­mæl­and­inn krítaði á stétt­ina fyr­ir fram­an þing­húsið töl­una 888 til marks um að sá fjöldi daga væri liðinn frá því að samþykkt var á Alþingi að rann­saka einka­væðingu bank­anna. Fá­menn­ur hóp­ur mót­mæl­enda var sam­an­kom­inn við þing­húsið til að mót­mæla því.

Þing­verðir komu út með garðslöngu og sprautuðu á krítaða töl­una. Einn úr röðum mót­mæl­enda reyndi að koma í veg fyr­ir það og sneri þing­vörður­inn sem hélt á slöng­unni hann þá niður í jörðina. Til snarpra orðaskipta kom í kjöl­farið.

Jón Þór Ólafs­son, þingmaður Pírata og áheyrn­ar­full­trúi þeirra í for­sæt­is­nefnd, hef­ur sent Ein­ari K. Guðfinns­syni, for­seta Alþing­is, bréf þar sem óskað er eft­ir því að hann rann­saki málið.

Frétt mbl.is: Lenti í átök­um við þing­vörð

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka