Minnst 10 látnir á Everest

Everest.
Everest. AFP

Að minnsta kosti tíu létust í stóru snjóflóði á Everest í dag, sem féll í kjölfar öflugs jarðskjálfta sem reið yfir Nepal. Meðal þeirra látnu eru erlendir göngugarpar sem voru að klífa fjallið þegar snjóflóðið féll samkvæmt frétt AFP fréttastofunnar.

Fátt er um frétt­ir af svæðinu en fjall­göngumaður­inn Daniel Maz­ur hef­ur meðal ann­ars sagt að grunn­búðirn­ar séu mikið skemmd­ar og þeir sem séu í fyrstu búðunum sitji þar fast­ir.

Tveir Íslend­ing­ar, Vil­borg Arna Giss­ur­ar­dótt­ir og Ingólf­ur Ragn­ar Ax­els­son, eru við Ev­erest­fjall sem stend­ur. Fjöl­skylda og vin­ir Vil­borg­ar og Ing­ólfs hafa staðfest á Face­book að þau séu bæði óhult eins og stend­ur í fyrstu búðum fjalls­ins og að þeim verði bjargað á næstu dög­um. 

Á face­booksíðu Vil­borg­ar kem­ur fram að hóp­ur­inn í fyrstu búðunum sé vel á sig kom­inn og hygg­ist enn klífa tind­inn. Þau munu eyða næstu tveim­ur dög­um í búðunum áður en haldið verður áfram með aðlög­un­ar­ferðina og farið upp í næstu búðir.

Hátt í þúsund eru taldir hafa látist vegna jarðskjálftans í Nepal, en hann fannst alla leið til Indlands og var 7,9 stig. Fjögur íslensk ungmenni eru stödd á svæðinu en þau eru óhult.

Frétt mbl.is: Mannskæður jarðskjálfti í Nepal

Frétt mbl.is: Vil­borg og Ingólf­ur óhult

Frétt mbl.is: Íslensku ungmennin í Nepal óhult

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert