Telur að loka þurfi göngunum

Verður göngunum lokað á fimmtudag?
Verður göngunum lokað á fimmtudag?

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir grafalvarlegt að forsvarsmenn Spalar hafi ákveðið að hafa gjaldskýlið mannlaust og gefa frítt í göngin nk. fimmtudag, komi til verkfalls félagsmanna Starfsgreinasambandsins.

Telur hann að loka þurfi göngunum á meðal á verkfalli stendur.

Frétt mbl.is: Gjaldfrjálst í göngin

Í pistli á vef félagsins segir Vilhjálmur að í neyðar- og viðbragðsáætlun sem gildir fyrir Spöl í Hvalfjarðargöngunum komi skýrt fram að það sé ófrávíkjanleg krafa að starfsmenn Spalar hafi tetra talstöð og að gjaldskýlið sé aldrei skilið eftir mannlaust.

„Það hlýtur að kalla á skjót viðbrögð af hálfu Vegagerðarinnar því ef ekki er hægt að uppfylla viðbragðsáætlunina er ekkert annað að gera en að loka göngunum á meðan á verkfalli stendur,“ skrifar Vilhjálmur. Hann segir aðgerð forsvarsmanna Spalar einnig á gráu svæði hvað varðar lög um stéttarfélög og vinnudeilur.

Verkalýðsfélag Akraness hefur sett sig í samband við Magnús Norðdahl, yfirlögfræðing ASÍ til að kanna lögmæti aðgerðarinnar.

Hér má sjá pistil Vilhjálms

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert