Fyrsta langreyðurin dregin á land

Mótmælt í gærkvöldi þegar hvalbátarnir komu með fyrstu hvali vertíðarinnar …
Mótmælt í gærkvöldi þegar hvalbátarnir komu með fyrstu hvali vertíðarinnar til vinnslu í Hvalstöðinni Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Hval­ur 9 kom í gær­kvöldi með fyrstu langreyðina á þess­ari vertíð til vinnslu í Hval­stöðinni í Hval­f­irði. Tveir menn reru á litl­um báti í kring­um hval­bát­inn og hval­inn þegar hann kom til hafn­ar og köstuðu reyk­blys­um í sjó­inn. Virt­ust þeir vera að láta í ljós skoðun sína á hval­veiðum.

Eft­ir að skepn­an hafði verið dreg­in upp á planið tóku hvalsk­urðar­menn til við sín verk. Þótt þetta sé fyrsti hval­ur árs­ins eru þetta allt van­ir menn sem kunna hand­tök­in. Þeir þurftu að hafa hraðar hend­ur því hinn hval­bát­ur­inn, Hval­ur 8, dólaði í kjöl­farið með annað dýr sem einnig veidd­ist seint í fyrra­kvöld djúpt úti af land­inu.

Þótt veður hafi ekki leikið við hval­fang­ara náðu þeir að veiða tvo hvali dag­inn sem þeir komu á miðin. Hval hf. er heim­ilt að veiða 154 langreyðar í sum­ar, auk þess kvóta sem geymd­ur var frá fyrra ári. Í fyrra­sum­ar veidd­ust 137 dýr þrátt fyr­ir að veður væri óhag­stætt. Nán­ar á mbl.is í dag.

Frétt mbl.is: Dróni gegn hval­veiðimönn­um

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert