Löndunin mynduð með dróna

Í gærkvöldi dró hvalveiðiskipið Hvalur 9 fyrstu langreyði vertíðarinnar inn Hvalfjörðinn til vinnslu í Hvalstöðinni. Golli, ljósmyndari Morgunblaðsins, tók myndskeið af lönduninni í gærkvöldi með dróna þar sem stærð skepnunnar sést vel en langreyðar geta orðið 22 m að lengd og 70 tonn að þyngd.

Mótmælendur frá samtökunum Hard to port mættu hvalveiðiskipinu í litlum bát við höfnina þar sem þeir kveiktu á nokkrum reykblysum sem þeir köstuðu í sjóinn til að mótmæla veiðunum. En samtökin tilkynntu einmitt í kjölfarið að þau hygðust nota dróna til að fylgjast með og vekja athygli á hvalveiðum Íslendinga á næstunni.

Frétt mbl.is - Dróni gegn hvalveiðimönnum.

Frétt mbl.is - Fyrsta langreyðurin dregin á land.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert