„Ég vildi að ég ætti auðveldara með að tala um þetta“

Druslupartý á Húrra.
Druslupartý á Húrra. mbl.is/Árni Sæberg

„Við ætlum ekki að þegja lengur,“ segir María Rut Kristinsdóttir, talskona Druslugöngunnar, í myndbandi sem skipuleggjendur göngunnar birtu í dag. Þar koma fram þjóðþekktir einstaklingar ásamt fleirum og kalla eftir breytingu í samfélaginu.

<iframe allowfullscreen="" frameborder="0" height="360" src="https://www.youtube.com/embed/IJWKPxWEypc" width="640"></iframe><div id="embedded-remove"> </div>

Druslugangan er vettvangur þolenda kynferðisofbeldis og hefur verið í forystu í baráttunni fyrir breyttu hugarfari og orðræðu um kynferðisofbeldi síðustu ár. Yfirlýst markmið göngunnar er að færa ábyrgð kynferðisglæpa af þolendum og yfir á gerendur og ítreka að klæðnaður, hegðun eða fas þolenda er aldrei afsökun fyrir slíkum glæpum.

Myndbandið birtist undir myllumerkinu #drusluákall, en með því óska skipuleggjendur göngunnar eftir því að landsmenn láti sig málið varða og kalli eftir því sem þeim finnst mega betur fara í málaflokknum.

Með þessu vilja skipuleggjendur hvetja alla landsmenn til að deila sínu ákalli, hvort sem það er á samfélagsmiðlum, á kaffistofunni í vinnunni, eða í saumaklúbbnum. Með því vonast skipuleggjendur til að auka umræðuna um kynferðisofbeldi og hvernig við sem samfélag getum brugðist við því sem samfélagsvandamáli.

Áköllin í myndbandinu eru mjög fjölbreytt og lúta meðal annars að lögreglunni, dómsstólum, kerfinu sem tekur við þolendum og samfélagsins í heild sinni.

Töluð af því að kæra

Meðal þeirra sem koma fram í myndbandinu eru þolendur kynferðisofbeldis, og eru setningarnar, eins og áður sagði mjög áhrifaríkar. „Ég vildi að lögregluþjónninn sem tók á móti mér hefði vitað betur en að tala mig af því að kæra,“ segir Sunna Ben.

Þá kemur fjöldi fólks fram og kallar eftir breytingu. „Ég vil ekki tímabundið átak. Ég vil breytt samfélag til framtíðar,“ segir Magga Stína, tónlistarkona. „Ég vil að karlar taki afstöðu... Nei, ég vil að allir taki afstöðu,“ segir Friðrik Dór, tónlistarmaður.

„Ég vil að allir af minni kynslóð viti að það er aldrei of seint að segja frá,“ segir Eyþór Árnason, sviðsstjóri Hörpu. Þá kalla Felix Bergsson, Gunnar Hansson, Halldóra Geirharðsdóttir, Frosti Gnarr og meðlimir Skálmaldar einnig eftir breytingu.

Druslugangan verður gengin í fimmta sinn á laugardaginn nk. Nú þegar hafa yfir 4.000 manns boðað komu sína í Druslugönguna á Facebook viðburði göngunnar, og er von skipuleggjanda göngunnar að slá öll met í ár en markið er sett á a.m.k. 20.000 manns.

Fjöldi fólks hefur skilað skömminni í aðdraganda göngunnar og í kjölfar hennar, deilt sögum sínum og orðið öðrum innblástur. Með því að vera móttækileg fyrir því að heyra þessar sögur, með því að mæta í gönguna og senda þar með skilaboð um samstöðu með þolendum kynferðisofbeldis byggjum við betra samfélag.

„Ég mun ekki þegja“

Einkunnarorð göng­unn­ar í ár eru: „Ég mun ekki þegja“ og „Ég mun standa með þér“. Með því orðalagi er ein­stak­ling­ur­inn að gefa lof­orð fram í tím­ann sem við telj­um gríðarlega mik­il­vægt. „Við í sam­ein­ingu sköp­um sam­fé­lag sem stend­ur upp með þolend­um og ger­ir þeim kleift að segja sína sögu, skamm­ar­laust.“

Druslu­gang­an verður geng­in þann 25. Júlí kl. 14:00 frá Hall­gríms­kirkju. Gengið verður í átt að Aust­ur­velli þar sem við taka ræðuhöld og tón­leik­ar. Friðrik Dór, Úlfur Úlfur, Boogie Trou­ble og Mammút munu meðal ann­ars spila og ræðuhaldarar verða Jóhannes Kr. Jóhannsson, Guðrún Katrín Jóhannesdóttir og Sóley Tómasdóttir. Kynnar verða þau Gísli Marteinn Baldursson og Dröfn Ösp.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert