Spáin fyrir helgina hefur batnað

Veðurspáin klukkan 18 í dag.
Veðurspáin klukkan 18 í dag. Veðurvefur mbl.is

Svo virðist sem veðurspáin fyrir helgina hafi batnað talsvert frá því sem var í gær en eins og mbl.is greindi frá í gær var meðal annars spáð rigningu í Druslugöngunni sem fer fram í Reykjavík á laugardaginn. 

Í dag er spáð léttskýjuðu eða heiðskíru á vesturhluta landsins og allt að 13 stiga hita á höfuðborgarsvæðinu. Lítill vindur verður samkvæmt spákortum. Á Norður- og Norðausturlandi er spáð hálfskýjuðu eða skýjuðu veðri og 7-8 stiga hita. Á Suðausturlandi er spáð lítilsháttar rigningu og 8-9 stiga hita.

Á morgun, laugardag, er svo áfram spáð björtu veðri, jafnvel heiðskíru á vesturhluta landsins. Á höfuðborgarsvæðinu verður áfram rúmlega 10 stiga hiti líkt og Vesturlandinu öllu. Fer þá einnig að létta til á Suðausturlandi þar sem er spáð hálfskýjuðu. Hálfskýjað verður einnig á Norður- og Austurlandi. 

Á sunnudag er spáð hálfskýjuðu um nær allt land, einhver úrkoma gæti fallið á Vestfjörðum en þá helst skúrir. Á Austurlandi verður örlítið skýjaðra samkvæmt spánni. Hitinn verður mestur á Suðurlandi, frá 10-14 stig, en 7-11 stig á norðurhluta landsins. Þegar líður á sunnudaginn fer þó að draga fyrir sólina á Suðvesturlandi og einhver úrkoma gæti gert vart við sig með lítils háttar rigningu. Áfram verður þó hálfskýjað annars staðar á landinu. 

Á mánudag er spáð alskýjuðu um nær allt land en lítilli úrkomu, þá helst á Suðurlandi. Svipaða sögu er að segja um þriðju- og miðvikudag þar sem úrkomumest verður sennilega á höfuðborgarsvæðinu. 

Sjá veðurvef mbl.is

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert