Rigningarlegt í Druslugöngu

Druslur láta smá rigningu vonandi ekki á sig fá.
Druslur láta smá rigningu vonandi ekki á sig fá. Skjáskot af vef Veðurstofunnar.

Allt útlit er fyrir að druslur í Druslugöngunni muni vökna örlítið, því útlit er fyrir töluverða úrkomu á laugardaginn. Hins vegar er ekki útlit fyrir að þessari rigningu fylgi vindur, þannig að regnhlífar gætu komið að góðum notum. Miðað við þann fjölda sem mætti í upphitunarpartý Druslugöngunnar í gærkvöldi má þrátt fyrir það búast við fjölmenni.

Frétt mbl.is: Fullt út úr dyrum í drusluveislu

Þrátt fyrir úrkomu er útlit fyrir að hlýtt verði í Reykjavík á laugardaginn.

Veðurhorfur næsta sólarhringinn:

Norðlæg átt 3-10 m/s. Skýjað með köflum á S- og V-landi og líkur á síðdegisskúrum. Skýjað að mestu annars staðar og súld eða dálítil rigning á austanverðu landinu. Hiti 6 til 16 stig, hlýjast S-lands. Svipað veður á morgun, en hægari vindur.

Veðurhorfur um helgina:

Hæg breytileg átt eða hafgola, skýjað með köflum og skúrir, einkum síðdegis. Hiti 6 til 14 stig.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert