Selkópnum lógað

Selkópur slapp í gærmorgun út úr Húsdýragarðinum og ráfaði þaðan …
Selkópur slapp í gærmorgun út úr Húsdýragarðinum og ráfaði þaðan um tvo kílómetra inn á tjaldsvæði í Laugardal. mbl.is/Eggert

Selkópnum sem strauk frá Húsdýragarðinum og fannst við tjaldsvæðið í Laugardalnum aðfaranótt mánudagsins hefur verið lógað. Þetta staðfestir Tómas Óskar Guðjónsson, forstöðumaður Fjölskyldu- og húsdýragarðsins, í samtali við mbl.is.

Hann segir að dýrahirðir garðsins taki ákvörðun í ágúst á hverju ári um hvaða kópa eigi að lóga og hverja ekki. Ástæðan sé fyrst og fremst plássleysi. Ekki sé endalaust hægt að fjölga kópum í tjörninni.

Eins og mbl.is greindi frá í dag var Facebook-hópurinn Þyrmið lífi sprett­h­arða selkóps­ins“ stofnaður í morgun. Meðlimir nálgast nú eitt þúsund talsins.

Frétt mbl.is: Vilja að selkópurinn fái að lifa

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert