Afgangur og lækkun skulda

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, kynnti fjármálafrumvarpið fyrir blaðamönnum í hádeginu.
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, kynnti fjármálafrumvarpið fyrir blaðamönnum í hádeginu.

Fjár­laga­frum­varpið fyr­ir árið 2016 ger­ir ráð fyr­ir þriðju halla­lausu fjár­lög­un­um í röð. Gert er ráð fyr­ir 15,3 millj­arða króna af­gangi á næsta ári. Bjarni Bene­dikts­son, fjár­málaráðherra, sagði að út­lit væri fyr­ir stöðugan bata í af­komu rík­is­sjóðs á næstu árum með mögu­leika á að grynnka á skuld­um þegar hann kynnti frum­varpið í Hörpu í há­deg­inu. Frum­varpið var lagt fram á Alþingi kl. 13.

Bjarni sagði að stefnt væri að því að lækka skuld­ir rík­is­sjóðs niður í 40% af lands­fram­leiðslu árið 2018 úr 80%. Í lok þessa árs sé gert ráð fyr­ir að skulda­hlut­fallið verði 62% af lands­fram­leiðslu við lok þessa árs og um 50% í lok þess næsta.

„Það væri veru­leg­ur ár­ang­ur og ef eitt­hvað er get­um við haft vænt­ing­ar um að geta gengið enn lengra, allt eft­ir hvernig spil­ast úr fram­kvæmd af­námsáætl­un­ar,“ sagði Bjarni.

Toll­ar á allt nema til­tekn­ar mat­vör­ur af­numd­ir

Tekju­skatt­ur ein­stak­linga lækk­ar í tveim­ur áföng­um og verður skattþrep­um fækkað úr þrem­ur í tvö við þann síðari. Skatt­pró­senta í lægra þrepið verður lækkuð úr 22,86% í 22,68% 1. janú­ar 2016 og í 22,50% við árs­byrj­un 2017. Álag í milliþrepi verður lækkað um helm­ing frá árs­byrj­un 2016 til árs­byrj­un­ar 2016 og fell­ur það sam­an við neðsta þrepið um ára­mót­in 2016-2017.

Þá verða toll­ar á fatnað og skó af­numd­ir um ára­mót­in og ára­mót­in 2016-17 verða toll­ar á aðrar vör­ur en til­tekn­ar mat­vör­ur fjar­lægðir. Þannig verður ýmis fatnaður, heim­ilis­tæki, búsáhöld, barna­vör­ur og bíla­vara­hlut­ir toll­frjáls­ir.

Bjarni sagði að eft­ir þess­ar breyt­ing­ar standi versl­un á Íslandi fylli­lega jafn­fæt­is allri sér­vöru­versl­un á Norður­lönd­un­um. Net­versl­un verði einnig hag­stæðari. Einu toll­arn­ir sem eft­ir verða verði á til­tekn­ar mat­vör­ur en Bjarni sagði hann aðeins munu standa und­ir 0,3% af heild­ar­tekj­um rík­is­ins.

Meira til heil­brigðis- og hús­næðismála

Ekki gerð frek­ari aðhaldskrafa til heil­brigðis- og mennta­kerf­is­ins í fjár­lög­um næsta árs. Fram­lög til heil­brigðismála aukast um 1,6 millj­arð króna með styrk­ingu á rekstr­ar­grunni sjúkra­húsa og heil­brigðis­stofn­ana, fram­lög­um til heilsu­gæslu og fram­kvæmda við ný hjúkr­un­ar­heim­ili. Jafn­framt er gert ráð fyr­ir fram­lög­um til að ljúka hönn­un meðferðar­kjarna Land­spít­ala og bygg­ingu sjúkra­hót­els.

Gert er ráð fyr­ir 2,6 millj­arða króna fram­lagi til hús­næðismála og minni skatt­byrði leigu­tekna til að hvetja til lang­tíma­leigu.

Lengsta sam­fellda hag­vaxt­ar­skeiðið

Bjarni sagði að vaxta­gjöld rík­is­sjóðs hefðu lækkað á milli ára um 8,1 millj­arð borið sam­an við fjár­laga­frum­varp þessa árs og þró­un­in hafi verið hag­stæðari en gert var ráð fyr­ir. Lang­tímaþró­un­in fari sömu­leiðis hallandi niður á við. Vaxta­gjöld­in lækki um­tals­vert að nafn­v­irði og veru­lega sem hlut­fall af lands­fram­leiðslu.

 Gangi hagspár eft­ir sé Ísland statt í lengsta hag­vaxt­ar­skeiði í sög­unni. Það verði til bata á stöðu rík­is­sjóðs þó áfram þurfi að sýna ábyrgð í rík­is­fjár­mál­um og veita út­gjalda­vexti aðhald.

„Þetta skipt­ir miklu máli fyr­ir stöðug­leik­ann í efna­hags­líf­inu, að nýta upp­sveifl­una til að búa í hag­inn fyr­ir erfiðari tíma því það vita all­ir að hagsveifl­ur ganga niður,“ sagði Bjarni.

Frétt á vef fjár­málaráðuneyt­is­ins um fjár­laga­frum­varpið fyr­ir árið 2016

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert