Sóknargjöld hækka um tæp 10%

Framlög til þjóðkirkjunnar aukast á næsta ári.
Framlög til þjóðkirkjunnar aukast á næsta ári. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fram­lög rík­is­sjóðs til kirkju­mála hækka um tæp­ar 410 millj­ón­ir á milli ára sam­kvæmt fjár­laga­frum­varpi árs­ins 2016. Sókn­ar­gjöld hækka um 9,8% eða um 276 millj­ón­ir króna. Hækk­un sókn­ar­gjalda er rök­studd með fyrri niður­skurði sem hafi verið um­fram meðaltal til annarra rík­is­stofn­ana.

Þjóðkirkj­an fær tæpa 1,6 millj­arða króna af fjár­lög­um rík­is­ins á næsta ári sam­kvæmt frum­varp­inu. Það er hækk­un um 4,8% á milli ára. Auk þess hækka fram­lög til Kirkju­mála­sjóðs og Jöfn­un­ar­sjóðs sókna sem aðeins þjóðkirkj­an nýt­ur um 9,1% frá þessu ári. 

Sókn­ar­gjöld renna úr rík­is­sjóði til trú- og lífs­skoðun­ar­fé­laga. Fram­lag rík­is­ins und­ir þeim út­gjaldalið verður 2.453,8 millj­ón­ir króna á næsta ári. Það er hækk­un um 276 millj­ón­ir króna eða 9,8% frá fjár­laga­frum­varpi síðasta árs.

Hækk­un­in er sögð skýr­ast af 165,1 millj­ón króna hækk­un til að vega á móti hluta aðhaldskrafna á tíma­bil­inu 2009 til 2012 á þeim fjár­lagaliðum sem sókn­ar­gjöld­in reikn­ast á. Sú til­laga tek­ur mið af niður­stöðu starfs­hóps inn­an­rík­is­ráðherra sem taldi að sókn­ar­gjöld og fram­lög sem byggja á fjár­hæð þess hafi sætt skerðing­um um­fram meðaltal þeirra stofn­ana sem heyra und­ir inn­an­rík­is­ráðuneytið.

Þá er gert ráð fyr­ir að tíma­bundið fram­lag sem Alþingi veitti til sókn­ar­gjalda í fjár­lög­um 2015 verði gert var­an­legt. Það nam 50 millj­ón­um króna.

Miðað við þetta er gert ráð fyr­ir því að sókn­ar­gjöld sem trú- og lífs­skoðun­ar­fé­lög fá í fram­lög frá rík­inu verði 898 krón­ur á mánuði árið 2016 fyr­ir hvern ein­stak­ling 16 ára og eldri. Það er hækk­un um 9% frá yf­ir­stand­andi ári. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert