Marple dómur eftir sléttar 4 vikur

Saksóknari og fulltrúi kröfuhafa í málinu.
Saksóknari og fulltrúi kröfuhafa í málinu. Árni Sæberg

Dómsuppsaga í Marple málinu mun fara fram eftir sléttar fjórar vikur, eða föstudaginn 9. október. Aðalmeðferð málsins kláraðist í dag, en hún tók heila viku. Þegar tilkynnti um að hann myndi setja málið í dóm að loknum málflutningi saksóknara og verjenda í málinu leit hann á klukkuna og tók fram að væntanlega væri best að virða fullkomlega þann tímaramma sem gefinn er og því færi dómsuppsagan fram fyrir hádegi, réttara sagt klukkan ellefu.

Í mál­inu eru þau Hreiðar Már Sig­urðsson, fyrr­um for­stjóri í Kaupþingi og Guðný Arna Sveins­dótt­ir, fyrr­um fjár­mála­stjóri bank­ans, ákærð fyr­ir fjár­drátt og umboðssvik. Magnús Guðmunds­son, fyrr­um for­stjóri Kaupþings í Lúx­em­borg er aft­ur á móti ákærður fyr­ir hlut­deild í sömu brot­um og fjár­fest­ir­inn Skúli Þor­valds­son ákærður fyr­ir hylm­ingu og pen­ingaþvott.

Ákæru­efnið er í mjög stuttu máli tvær milli­færsl­ur frá Kaupþingi til Kaupþings í Lúx­em­borg sem fóru áfram til fé­lags­ins Marple í Lúx­em­borg á ár­un­um 2007-8, þar sem sak­sókn­ari tel­ur að um fjár­drátt sé að ræða. Heild­ar­upp­hæð þeirra er rúm­lega 6 millj­arðar. Þá seg­ir sak­sókn­ari að viðskipti með skulda­bréf í Kaupþingi hafi skilað Marple ólög­lega um 2 millj­örðum og ákær­ir þar fyr­ir umboðssvik

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert