Boðar breytingar á RÚV

Úfvarpshúsið við Efstaleiti.
Úfvarpshúsið við Efstaleiti. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, boðar þingsályktunartillögu um breytingar á RÚV.

Framundan sé vinna við að meta kosti og galla núverandi rekstrarforms á félaginu. Endurmeta þurfi rekstur og hlutverk RÚV í ljósi nýs fjölmiðlalandslags.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir, að hann sjái fyrir sér að slík tillaga komi fyrir Alþingi í vor. Á grundvelli umræðna og afgreiðslu slíkrar tillögu sé hægt að „stíga næstu skref“. Illugi vill ekki greina nánar frá málinu. Það muni hann gera síðar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert