Myndum við búa til RÚV í dag?

Hanna Birna Kristjánsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Hanna Birna Kristjánsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Hanna Birna Kristjáns­dótt­ir, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, seg­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn alltaf hafa haft ákveðnar efa­semd­ir um um­fang Rík­is­út­varps­ins (RÚV) og að nýbirt skýrsla um starf­semi og rekst­ur RÚV frá ár­inu 2007 sýni vel að um­fang stofn­un­ar­inn­ar sé „allt of mikið.“

Sagði hún þetta í þætt­in­um Sprengisandi á Bylgj­unni í morg­un en auk henn­ar var gest­ur þátt­ar­ins Helgi Hjörv­ar, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

„Ég sé al­veg kost­ina í því að styrkja inn­lenda dag­skrár­gerð og að viðhalda tungu­mál­inu en ég er ekki viss um að það eigi heima í ein­hverri einni stofn­un. Minn draum­ur hef­ur alltaf verið sá að við vær­um með litla stofn­un, ef þá ein­hverja, sem væri RÚV og síðan vær­um við að út­deila fjár­magn­inu hingað og þangað - þar sem menn fram­leiddu ís­lenskt efni,“ sagði Hanna Birna og bætti við: „Ég held að ís­lenska þjóðin ætti aðeins að setj­ast niður og velta því fyr­ir sér, ef við vær­um að búa til sam­fé­lag í dag og sæt­um hér árið 2015, mynd­um við búa til svona stofn­un í kring­um rekst­ur fjöl­miðils?“

Helgi Hjörv­ar seg­ir það hins veg­ar mik­il­vægt fyr­ir sam­fé­lagið að „eiga öfl­ugt al­manna­út­varp“. „Ég held að við ætt­um frek­ar að taka þessa umræðu í hina átt­ina, þ.e. ekki um það hvernig draga megi úr um­fangi RÚV held­ur frek­ar spurn­ing­una um það hvernig við get­um eflt þenn­an þátt al­mennt í fjöl­miðlun­inni. Hvernig við get­um styrkt fleiri aðila til að rækta þetta hlut­verk, hvort sem er í dag­skrár­gerð eða í fréttaþjón­ustu,“ sagði Helgi.

RÚV hef­ur „hlaupið í vörn“

„Mér finnst svo rangt þegar menn nota ein­hver orð á borð við „al­manna­út­varp“ því fyr­ir mér sit ég í al­manna­út­varpi. Ég sit núna og tala þar. Og mér finnst þeir fjöl­miðlar sem hafa verið að spretta upp hér á Íslandi, bæði svæðis- og land­stengd­ir, vera að hugsa um hags­muni al­menn­ings og flytja jafn hlut­laus­ar frétt­ir og Rík­is­út­varpið,“ sagði Hanna Birna og bætti við: „Og þegar menn segja það at­hygl­is­vert við þessa skýrslu hvernig aðrir fjöl­miðlar hafa hlaupið af stað - þá finnst mér enn at­hygl­is­verðara hvernig RÚV hef­ur hlaupið í vörn.“

Velti Hanna Birna því næst upp hvort Rík­is­út­varpið væri ekki orðin allt of stór stofn­un. „Þetta er orðið eitt­hvert um­fang, risa­stórt hús og ofboðsleg­ur starfs­manna­fjöldi í staðinn fyr­ir - og það get­um við kannski verið sam­mála um - að þetta fjár­magn færi sem víðast og víðar en ein­ung­is inn í eina stofn­un.“

Benti Helgi þá á að stjórn Rík­is­út­varps­ins „hefði sýnt það í verk­um sín­um“ að hún sé að bregðast við aðhalds­kröf­um. „Það er verið að draga sam­an starf­sem­ina í hús­inu, leigja út hluta af því, selja lóðina og leita að alls kon­ar skyn­sam­leg­um bót­um.“

Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar.
Helgi Hjörv­ar, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka