Lengi haft horn í síðu RÚV

Svandís Svavarsdóttir, formaður þingflokks VG.
Svandís Svavarsdóttir, formaður þingflokks VG. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sér­stök umræða fer nú fram á Alþingi um RÚV-skýrsl­una svo­nefndu, þar sem fjallað er um rekst­ur og starf­semi Rík­is­út­varps­ins frá ár­inu 2007, en máls­hefj­andi var Svandís Svavars­dótt­ir, formaður þing­flokks Vinstri grænna. 

„Rík­is­út­varpið hef­ur búið við þann veru­leika í ís­lensku sam­fé­lagi um langt ára­bil að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hef­ur sér­stak­lega haft horn í síðu þeirr­ar stofn­un­ar. Það hef­ur gjarn­an end­ur­spegl­ast í álykt­un­um ungliðahreyf­inga Sjálf­stæðis­flokks­ins, SUS og Heimdall­ar, en þegar hæst hef­ur látið höf­um við séð þess stað á lands­fund­um flokks­ins og slík­um sam­kom­um að flokk­ur­inn í heild hef­ur bein­lín­is ályktað með því að selja Rík­is­út­varpið, leggja það niður eða með ein­hverju móti koma því út af kort­inu,“ sagði Svandís við upp­haf síns máls á Alþingi.

Benti hún því næst á að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hafi, fram til þessa, ekki haft víðtæk­an stuðning í kring­um sig í þess­um leiðangri. „En nú hef­ur borið svo við að Fram­sókn­ar­menn hafa, sum­ir hverj­ir, stigið fram og talað gegn Rík­is­út­varp­inu.“

Velti þingmaður­inn upp hver ástæða þess sé að óskað hafi verið eft­ir áður­nefndri út­tekt á Rík­is­út­varp­inu. „Hver er ástæðan fyr­ir því að hér er bein­lín­is óskað eft­ir skýrslu frá inn­an­búðar­manni í Sjálf­stæðis­flokkn­um,“ sagði Svandís og vís­ar í máli sínu til eins þriggja nefnd­ar­manna, þ.e. Eyþórs Arn­alds sem fór með for­mennsku í nefnd­inni.

„Ég velti því fyr­ir mér hvort hæst­virt­ur [mennta- og menn­ing­ar­mála]ráðherra átti sig ekki á því að þar með er trú­verðug­leiki skýrsl­unn­ar fyr­ir bí - eins og raun­ar hef­ur komið í ljós í umræðunni, ekki bara vegna þessa held­ur einnig vegna ein­stakra efn­isþátta henn­ar,“ sagði Svandís.

Ræða efn­is­atriði - ekki mann­inn

Steig þá Ill­ugi Gunn­ars­son, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra, í pontu til þess að veita andsvar. Sagði hann mál­flutn­ing þing­manns­ins, um að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hafi sér­stakt horn í síðu Rík­is­út­varps­ins, vera „ein­falda orðræðu.“

„Vegna þess að þá er í raun verið að líta svo á að mark­miðið sé Rík­is­út­varpið sjálft. En ég lít svo á að Rík­is­út­varpið sé leið að mark­miði. Ég tel þetta reynd­ar vera góða leið og er einn þeirra sem tel­ur þörf fyr­ir rík­is­út­varp, en ég er ekki þeirr­ar skoðunar að það sé mótað í eitt skipti fyr­ir öll, meitlað í stein og óbreyt­an­legt. Það þarf að þróa þá stofn­un eins og aðrar stofn­an­ir í ljósi þess um­hverf­is og þeirr­ar tækni sem er að breyt­ast dag frá degi,“ sagði Ill­ugi.

Þá vék hann einnig að at­huga­semd­um þing­manns­ins er sneru að trú­verðug­leika skýrsl­unn­ar.

„Í nefnd­inni sátu þrír ein­stak­ling­ar. Svan­björn Thorodd­sen, sem er þekkt­ur fyr­ir sín störf á sviði fyr­ir­tækjaráðgjaf­ar og út­tekt­ar á rekstri fyr­ir­tækja, emb­ætt­ismaður úr fjár­málaráðuneyt­inu, sem hef­ur meðal ann­ars komið að skoðun á rekstri Rík­is­út­varps­ins, og Eyþór Arn­alds, sem hef­ur auðvitað heil­mikla reynslu af rekstri op­in­berra stofn­ana eins og sveit­ar­fé­lags. [...] Ég tel að það sé ekki til fram­drátt­ar um umræðu um Rík­is­út­varpið að fara þá leiðina að segja að skýrsla sé ómark­tæk og benda á ein­stak­ling­inn. Menn eiga að ræða efn­is­atriði þessa máls,“ sagði Ill­ugi.

Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra.
Ill­ugi Gunn­ars­son, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert