Bylurinn nái hámarki í hádeginu

Það er alveg viðbúið að staðan verði eitthvað á þessa …
Það er alveg viðbúið að staðan verði eitthvað á þessa leið á morgun. mbl.is hvetur vegfarendur til að fara varlega og fylgjast með veðurspánni og færð á vegum.. mbl.is/Golli

Það hvessir á þjóðveginum austur fyrir Fjall strax í nótt og þar verður orðið talsvert blint snemma í fyrramálið. Vaxandi skafrenningur víðast suðvestanlands og þar fer að snjóa á milli kl. 6 og 9. Bylurinn nær hámarki um hádegi með 18-23 m/s en vindur gengur mikið niður á höfuðborgarsvæðinu á milli kl. 13 og 15. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Þar segir ennfremur, að um leið og vindur gangi niður komist hitinn upp fyrir frostmark og við það skáni skyggnið. Almennt séð á landinu verður skafbylur með slæmu skyggni og ofankomu í einhverjum mæli víðast hvar en skilunum er nú spáð ákveðið til norðausturs yfir landið.

Færð og aðstæður

Hálka er  á Reykjanesbraut, á Hellisheiði, í Þrengslum og víða á Höfuðborgarsvæðinu. Hálka eða hálkublettir og sumstaðar snjóþekja er á vegum á Suður- og Suðvesturlandi.

Á Vesturlandi er hálka, snjóþekja og víða éljagangur

Hálka og snjóþekja er á Vestfjörðum.  Þæfingsfærð er á Hrafnseyrarheiði og skafrenningur. Ófært er úr Bjarnarfirði norður í Árneshrepp.

Á Norður- og Austurlandi er hálka, snjóþekja og víða éljagangur. Búið er að opna Ólafsfjarðarmúla og Siglufjarðarveg en vegfarendur eru beðnir að sýna aðgát þar sem enn er snjóflóðahætta.

Þæfingsfærð er á Öxi og Breiðdalsheiði en hálkublettir eru með suðausturströndinni.

Nánar hér

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert