Vilja setja byggingu nýs varnargarðs í forgang

Lóð Vegagerðarinnar í Vík í Mýrdal. Sjór gekk yfir flóðvarnargarðinn …
Lóð Vegagerðarinnar í Vík í Mýrdal. Sjór gekk yfir flóðvarnargarðinn og yfir á lóðina í óveðrinu aðfaranótt 8. desember sl.

Flóðvarnargarðurinn neðan við Vík í Mýrdal skemmdist nokkuð í óveðri sem gekk yfir landið 7. desember sl. Fór þá sjór yfir garðinn og flæddi meðal annars inn á lóð Vegagerðarinnar og bílaplanið austan við Víkurá.

Hefur meirihluti fjárlaganefndar Alþingis nú lagt til 40 milljóna króna tímabundið framlag til að styrkja varnargarða við Vík.

Í Morgunblaðinu í dag segist Ásgeir Magnússon, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, heldur vilja nýta fjárveitinguna til byggingar nýs varnargarðs, en sá kann að kosta um 300 milljónir króna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert