Veður fer mjög versnandi nánast í öllum landshlutum og vegir eru víða að verða ófærir. Fólk er eindregið beðið að vera ekki á ferðinni að sögn Vegagerðarinnar.
Lögreglan á Norðurlandi eystra vekur jafnframt athygli á því að veginum yfir Öxnadalsheiði hafi verið lokað vegna veðurs og ófærðar. Þar eru nokkrir bílar þegar fastir á heiðinni.
Björgunarsveitir verið kallaðar til úr Eyjafirði og Skagafirði til að koma þessu fólki sem fast er á heiðinni til aðstoðar, að því er segir í tilkynningu frá lögreglu.
Hún hvetur þá sem hyggist leggja land undir fót að athuga vel með færð og veður áður en lagt er af stað.