Ekki séð verra veður í 25 ár

Útlit er fyrir eitt versta veður sem verið hefur í …
Útlit er fyrir eitt versta veður sem verið hefur í aldarfjórðung mbl.is/Ómar Óskarsson

Fárviðrið á morgun er eitt áhrifamesta veður sem Íslendingar hafa séð í 25 ár að sögn Jónasar Guðmundssonar, verkefnastjóra hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Hann biður fólk á Suðurlandi um að hlýða því að vera heima eftir hádegi og í öðrum landshlutum eftir klukkan 17.

Jónas vísar til óveðursins í febrúar 1991 þegar þakið fauk af Landspítalanum og bílar fuku í Engihjalla. „Þetta gæti orðið álíka ef veðurspár ganga eftir en auðvitað getur alltaf eitthvað breyst,“ segir hann. „En jafnvel þótt eitthvað breytist verður þetta afar slæmt veður.“

Veðurstofan hefur beðið alla um að taka spánni alvarlega og fylgjast vel með. 

Gulu flekkirnir, þar er ofsaveður. Vindaspáin annað kvöld, kl 21.
Gulu flekkirnir, þar er ofsaveður. Vindaspáin annað kvöld, kl 21. Veðurstofa Íslands

Ekki líta bara út í garð

„Almennt verður fólk bara að átta sig á því að þótt veðrið sé ekki alveg snarvitlaust í þeirra eigin garði eða bílastæði þá getur það verið á þeim áfangastað, eða á leiðinni þangað, sem það er að fara.“ segir Jónas. „Það getur orðið snarvitlaust skömmu síðar.“

Ef fólk fylgir fyrirmælum ganga allar aðgerðir betur þar sem hægt verður að ryðja vegi auk þess sem sjúkra- og lögreglubílar ásamt björgunarsveitum komast um.

Jónas segir að búið sé að upplýsa aðgerðarstjórnir um allt land um ástandið auk þess sem áhersla hefur verið lögð á að ná til ferðamanna í dag.

Huga að lauslegum munum

Rauð aðvörunarspjöld hafa verið send til þrjú til fjögur þúsund ferðaþjónustuaðila í dag, sem hægt er að prenta út og hengja upp. Þá verða upplýsingar um veðrið birtar á skjám á fjölförnum stöðum líkt og á bensínstöðvum.

Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagið Landsbjargar, tekur undir með Jónasi og segir að fólk ætti alls ekki að vera á ferðinni á meðan það versta gengur yfir.

Hún biður alla um að huga að lauslegum munum og koma tjaldvögnum og öðru slíku í skjól þar sem allt gæti fokið í fárviðrinu á morgun. Kyrrstæðir bílar geta jafnvel oltið eða fokið og þök geta tekið af húsum. 

Hún segir Landsbjörgu og aðra viðbragðsaðila vera í startholunum að fylgjast með. 

Veðrið á að skella á sunn­an­vert landið fljót­lega eft­ir há­degið (um kl 15:00) á morg­un og seinni hluta dags­ins má gera ráð fyr­ir að ofsa­veðri á land­inu öllu (um klukk­an 19:00).

Hvað er eig­in­lega fár­viðri?

Veður­vef­ur mbl.is

Ferðamenn hafa verið varaðir við.
Ferðamenn hafa verið varaðir við.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert