Enn afgangur í ríkisrekstri

Að gefnum tillögum nefndarinnar má ætla að afgangur af ríkisrekstri …
Að gefnum tillögum nefndarinnar má ætla að afgangur af ríkisrekstri árið 2016 lækki um 4,6 milljarða. mbl.is/Golli

Breytingatillögur fjárlaganefndar Alþingis gera ráð fyrir 4,6 milljörðum lægri afgangi en fjárlagafrumvarp fyrir árið 2016. Í frumvarpinu var gert ráð fyrir 15,3 milljarða kr. afgangi en að teknu tilliti til breytingartillagna nefndarinnar nemur afgangurinn 10,7 milljörðum.

4,2 milljarða hækkun virðisaukaskatts ræður mestu um hækkun tekna ríkissjóðs en áætlað er að hækkun gjaldahliðar frumvarpsins nemi um 8,8 milljörðum. Vega áhrif kjarasamninga þyngst þar, en hækkun vegna þeirra er um 3 milljarðar að teknu tilliti til lækkaðrar verðbólguspár.

Af öðrum breytingum á gjaldahliðinni eru taldar vega þyngst sértækar aðgerðir ríkisstjórnarinnar, m.a. vegna aðstoðar við hælisleitendur og flóttafólk, styttingar biðlista á sjúkrahúsum, og vegna aðgerða í loftslagsmálum. Heildarkostnaður vegna slíkra ákvarðana ríkisstjórnarinnar nemur samtals 4,9 milljörðum króna, að því er fram kemur í umfjöllun um breytingar á fjárlagafrumvarpinu í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert