Hættustigi lýst yfir á Suðurlandi

Frá Skógarhlíð í kvöld.
Frá Skógarhlíð í kvöld. mbl.is/Júlíus

Rík­is­lög­reglu­stjóri hef­ur ákveðið að lýsa yfir hættu­stigi á Suður­landi vegna óveðurs. Er það gert í sam­ráði við lög­reglu­stjóra á svæðinu, en í hættu­stigi er viðbúnaður neyðar- og ör­ygg­isþjón­ustu á viðkom­andi svæði eflt ásamt því að gripið er til fyr­ir­byggj­andi aðgerða, s.s. lok­un­ar svæða.

„Veðrið er mjög slæmt núna í kring­um Vest­manna­eyj­ar - þar er veðrið skollið á af full­um þunga,“ seg­ir Rögn­vald­ur Ólafs­son, stjórn­andi hjá al­manna­varn­ar­deild rík­is­lög­reglu­stjóra, í sam­tali við mbl.is, en sam­hæf­ing­ar­stöðin í Skóg­ar­hlíð í Reykja­vík hef­ur verið virkjuð. Þar inn­an­dyra sitja nú meðal ann­ars full­trú­ar frá rík­is­lög­reglu­stjóra, Slysa­varna­fé­lag­inu Lands­björgu, Vega­gerðinni, Landsneti, Mílu og Póst- og fjar­skipta­stofn­un.

Vegna óveðurs er búið að loka þjóðveg­in­um frá Hvols­velli aust­ur á Reyðarfjörð. Er þetta um 600 km löng leið. Þá voru al­manna­varn­ir einnig að loka Siglu­fjarðar­vegi fyr­ir skömmu.  

Meðal­vind­hraði í Vest­manna­eyj­um er nú kom­inn yfir 30 m/​s og bæt­ir nú óðum í vind á Suður­landi. Rögn­vald­ur seg­ir ljóst að spár Veður­stofu Íslands séu að ganga eft­ir.

„Björg­un­ar­sveit­ir manna nú að hluta til marg­ar lok­an­ir auk þess sem marg­ar sveit­ir eru nú til­bún­ar í verk­efni,“ seg­ir Rögn­vald­ur, en björg­un­ar­sveit­ir hafa til þessa ekki verið kallaðar út vegna foks. Neyðarlínu hef­ur þó borist nokk­ur sím­töl vegna hluta sem tekn­ir eru að fjúka.

„Er þá um að ræða minni­hátt­ar muni, s.s. trampólín. Til þessa hafa ekki borist nein­ar til­kynn­ing­ar um al­vöru tjón,“ seg­ir Rögn­vald­ur.

Á höfuðborg­ar­svæðinu er vind­ur far­inn að aukast og á Rögn­vald­ur von á mjög slæmu veðri þar um klukk­an 20. „Veðrið mun svo versna fram að miðnætti en þá fer það að skána aðeins aft­ur,“ seg­ir hann, en reikna má með að ástandið verði einna verst í efri byggðum borg­ar­inn­ar og á opn­um svæðum.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert