Stormur laus í höfninni

Teymi frá Faxaflóahöfnum er komið niður að smábátahöfn til að reyna að koma böndum á báta sem eru að slitna frá flotbryggjunni.

Einn bátur er þegar laus og skellur utan í grjótgarðinn við höfnina, en svo kaldhæðnislega vill til að sá bátur ber nafnið Stormur, merkilegt nokk.

Snarvitlaust veður er við höfnina og dansa bátarnir fram og aftur í ótrúlegum öldugangi.

Blaðamaður mbl.is á staðnum segir fjölda fólks vera við höfnina en það séu eigendur bátanna sem hafi, eðlilega, miklar áhyggjur.

Á leið umrædds blaðamanns frá Skógarhlíð niður á höfn var ekki einn einasti bíll og engir gangandi vegfarendur en veðurofsinn mun ná hámarki um miðnætti á höfuðborgarsvæðinu.

Báturinn Stormur sem slæst utan í grjótagarðinn.
Báturinn Stormur sem slæst utan í grjótagarðinn. mbl.is/Árni
mbl.is/Eggert
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert