Áfram stormur eða rok framan af degi. Lægir svo um munar síðdegis þegar óveðurslægðin fjarlægist landið, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands.
Suðaustan og austan 20-28 m/s. Rigning eða slydda, en þurrt að kalla á Norðausturlandi. Hiti 2 til 7 stig. Snýst í sunnanátt kringum hádegi og lægir smám saman, 10-18 m/s seint í dag og skúrir eða slydduél. Kólnandi veður. Hæg breytileg átt á morgun, úrkomulaust að mestu á landinu og frost 0 til 5 stig.