Kostnaður vantalinn um tugi milljarða

Fjármálaráðuneytið hefur endurmetið áætlanir sínar.
Fjármálaráðuneytið hefur endurmetið áætlanir sínar. mbl.is/Ernir

Lífeyrisskuldbindingar ríkissjóðs vegna nýgerðra kjarasamninga munu reynast tugum milljarða hærri en áður var áætlað, eða vel á annað hundrað milljarðar króna.

Þetta segir Morgunblaðið í dag sig hafa eftir öruggum heimildum. Áætlað er í áliti meirihluta fjárlaganefndar vegna fjárlaga 2016 að vegna launahækkana muni brúttótala lífeyrisskuldbindinga ríkissjóðs hækka í 794 milljarða króna, eða um 126,5 milljarða króna.

Hefur blaðið heimildir fyrir því að síðari talan sé vanmetin um 20-30 milljarða króna. Fyrir vikið verða árleg útgjöld ríkisins vegna kjarasamninga hærri en áður var áætlað eftir kjarasamninga.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert