Kostnaður vantalinn um tugi milljarða

Fjármálaráðuneytið hefur endurmetið áætlanir sínar.
Fjármálaráðuneytið hefur endurmetið áætlanir sínar. mbl.is/Ernir

Líf­eyr­is­skuld­bind­ing­ar rík­is­sjóðs vegna ný­gerðra kjara­samn­inga munu reyn­ast tug­um millj­arða hærri en áður var áætlað, eða vel á annað hundrað millj­arðar króna.

Þetta seg­ir Morg­un­blaðið í dag sig hafa eft­ir ör­ugg­um heim­ild­um. Áætlað er í áliti meiri­hluta fjár­laga­nefnd­ar vegna fjár­laga 2016 að vegna launa­hækk­ana muni brútt­ótala líf­eyr­is­skuld­bind­inga rík­is­sjóðs hækka í 794 millj­arða króna, eða um 126,5 millj­arða króna.

Hef­ur blaðið heim­ild­ir fyr­ir því að síðari tal­an sé van­met­in um 20-30 millj­arða króna. Fyr­ir vikið verða ár­leg út­gjöld rík­is­ins vegna kjara­samn­inga hærri en áður var áætlað eft­ir kjara­samn­inga.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert