Þingfundur stendur enn yfir á Alþingi en á dagskrá er 2. umræða um fjárlög 2016. Menn ræða nú m.a. Ríkisútvarpið og stöðuna í heilbrigðiskerfinu og í þessum rituðu orðum eru sjö þingmenn á mælendaskrá.
Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Alþingis hefur ekki verið ákveðið hvenær þingundi lýkur. Heimild var veitt í upphafi þingfundar til að halda áfram lengur en þingsköp kveða á um.
Frétt mbl.is: Fundað til þrjú í nótt