Barátta um betra samfélag

Þingflokkur VG.
Þingflokkur VG.

Með fjár­laga­frum­varp­inu fyr­ir árið 2016 held­ur rík­is­stjórn­in áfram að auka ójöfnuð, seg­ir í yf­ir­lýs­ingu frá þing­mönn­um Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar - græns fram­boðs. Þar seg­ir að al­menn­ing­ur verði af tekj­um, tekju­stofn­ar rík­is­ins veikist og fjár­mun­ir gangi til stór­efna­fólks og stór­fyr­ir­tækja í stað innviða sam­fé­lags­ins.

„Eft­ir sit­ur fjár­svelt heil­brigðis- og vel­ferðar­kerfi, fjár­v­ana mennta­kerfi og ekki síst; aldraðir og ör­yrkj­ar, sjúk­ling­ar og ungt fólk.“

Yf­ir­lýs­ing­in í heild:

Skaðleg ójafnaðar­stefna

Í dag, 16. des­em­ber, ganga þing­menn til at­kvæðagreiðslu um frum­varp til fjár­laga sem lagt er fram af fjár­málaráðherra. Lýk­ur þar með ann­arri umræðu sem staðið hef­ur óvenju lengi.

Í umræðunni hef­ur verið tek­ist á um grund­vall­ar­atriði í sam­fé­lags­mál­um. Þing­menn Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar - græns fram­boðs hafa talað linnu­lítið gegn því rang­læti sem rík­is­stjórn­in beit­ir tekjum­inni hópa lands­manna með skatta­breyt­ing­um sem gagn­ast þeim efna­meiri og bitna á lág­launa­fólki. Þing­menn VG hafa haldið uppi vörn­um fyr­ir Land­spít­al­ann þar sem veru­leg­ar fjár­hæðir skort­ir til að sjúkra­húsið geti haldið uppi eðli­legri þjón­ustu við sjúk­linga. Þing­menn Vinstri - grænna hafa einnig lagt fram til­lög­ur ásamt öðrum stjórn­ar­and­stöðuflokk­um til að tryggja að ör­yrkj­ar og aldraðir fái kjara­bæt­ur í sam­ræmi við aðra hópa í sam­fé­lag­inu. Þá hafa þing­menn Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar - græns fram­boðs líka and­mælt kröft­ug­lega ár­vissri at­lögu gegn Rík­is­út­varp­inu, þar sem ætl­un­in er að lækka út­varps­gjaldið þvert á lof­orð og yf­ir­lýs­ing­ar mennta­málaráðherra.

Með fjár­laga­frum­varp­inu fyr­ir árið 2016 held­ur rík­is­stjórn­in áfram að auka ójöfnuð. Al­menn­ing­ur verður af tekj­um, tekju­stofn­ar rík­is­ins veikj­ast og fjár­mun­ir ganga til stór­efna­fólks og stór­fyr­ir­tækja í stað innviða sam­fé­lags­ins. Eft­ir sit­ur fjár­svelt heil­brigðis- og vel­ferðar­kerfi, fjár­v­ana mennta­kerfi og ekki síst; aldraðir og ör­yrkj­ar, sjúk­ling­ar og ungt fólk.

At­kvæðagreiðslan um fjár­laga­frum­varpið end­ur­spegl­ar af­stöðu til skipt­ing­ar gæðanna og af­stöðuna til rétt­mætra krafna ör­yrkja og aldraðra. Ef stjórn­arþing­menn kjósa að fella mál­efna­leg­ar og fjár­magnaðar til­lög­ur stjórn­ar­and­stöðu um að bæta kjör líf­eyr­isþega þá er hol­ur hljóm­ur í mál­flutn­ingi for­sæt­is­ráðherra sem stærði sig af jöfnuði fjár­laga­frum­varps­ins við upp­haf at­kvæðagreiðslunn­ar. Hætt­an er sú að fjár­lög­in 2016 festi enn í sessi ójafnaðar­stefnu nú­ver­andi rík­is­stjórn­ar sem mun valda sam­fé­lag­inu öllu skaða.

Þing­menn Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar - græns fram­boðs munu halda áfram bar­áttu sinni gegn ójöfnuði og fyr­ir bætt­um kjör­um eldri borg­ara, ör­yrkja og sjúk­linga. Sú bar­átta snýst um betra sam­fé­lag fyr­ir okk­ur öll.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert