Enn rætt um fjárlögin

Ögmundur Jónasson, VG, ætlar að stíga í púlt Alþingis í …
Ögmundur Jónasson, VG, ætlar að stíga í púlt Alþingis í dag og er það í sjötta ræðan hans í annarri umferð umræðunnar um frumvarp til fjárlaga 2016. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þingfundur stóð á Alþingi til rúmlega þrjú í nótt eftir að hafa staðið nánast sleitulaust síðan um morguninn. Líkt og undanfarna daga voru fjárlög næsta árs umræðuefnið.

Þingfundur hefst klukkan tíu og eru sex á mælendaskrá um frumvarp til fjárlaga. Fyrstu þeirra er Ögmundur Jónasson , VG, sem er að flytja sína sjöttu ræðu í annarri umræðu um fjárlögin en á eftir koma fimm þingmenn Samfylkingarinnar sem eru öll að flytja ræðu þrjú, fjögur eða fimm um málefnið.

Þeir sem hafa áhuga á að fylgjast með umræðunni í dag geta gert það hér

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert