Hart deilt á Alþingi

Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Nú stend­ur yfir þing­fund­ur á Alþingi þar sem menn tak­ast hart á um fjár­laga­frum­varpið. Um er að ræða umræðu um at­kvæðagreiðslu um frum­varpið en þing­menn eru ekki á einu máli um hvort verið sé að draga úr eða bæta í hvað varðar fjár­fram­lög til heil­brigðis­kerf­is­ins og fleira.

Þing­menn stjórn­ar­and­stöðunn­ar hafa lagt áherslu á að verið sé að svíkja aldraða og ör­yrkja í nýj­um fjár­lög­um, en þing­menn rík­is­stjórn­ar­flokk­anna hafa ít­rekað að á Íslandi ríki nú meiri jöfnuður en áður.

„Menn láta eins hálf­vit­ar,“ sagði Helgi Hrafn Gunn­ars­son þingmaður Pírata þegar hann áminnti nú­ver­andi rík­is­stjórn fyr­ir að gleyma því að hún hefði tekið við betra búi en fyrri rík­is­stjórn.

Ein­ar K. Guðfinns­son hef­ur ít­rekað þurft að slá í bjöllu sína og bæði beðið menn um að gæta að orðum sín­um og hafa hljóð svo hann geti kynnt menn í pontu. „Voðal­ega er þetta eitt­hvað erfitt að fá hljóð,“ sagði hann rétt í þessu, þegar ekki heyrðist í hon­um fyr­ir reiðilegu masi í þingsal.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert