„Risavaxinn“ stormur í vændum

Lægðin sem er að koma að landinu úr suðri.
Lægðin sem er að koma að landinu úr suðri. Skjáskot af Nullschool.net

Bandaríska dagblaðið Washington Post segir að búist sé við að lágþrýstingskerfið sem valdið hafi mannskæðum hvirfilbyljum í nágrenni borgarinnar Dallas í Bandaríkjunum á laugardaginn umbreytist í „risavaxinn“ storm yfir Íslandi á morgun.

Nánar á veðurvef mbl.is

Fram kemur í fréttinni að miklir stormar séu algengir á Íslandi en þessi kunni að verða á meðal þeirra öflugustu sem hafi gengið yfir landið. Bretar, sem hafi þurft að klást við mikla vatnavexti að undanförnu, muni einnig verða fyrir barðinu á storminum og það sama er að segja um Íra. Ennfremur segir að stormurinn komi upp að Íslandi í fyrramálið og nái þá hámarki sínu.

Fylgjast má með lægðinni á myndrænan hátt hér.

Vakthafandi veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands staðfestir að búist sé við að stormurinn nái hámarki sínu snemma í fyrramálið. Mjög slæmt veður sé í kortunum á Austurlandi og Austfjörðum og fárviðri verði einkum á miðunum úti fyrir Austurlandi. Hvassviðri og stormur verði á svæðinu í nótt og á morgun en veðrið byrji að ganga niður upp úr hádegi á morgun.

Einnig verði mjög hvasst á norðvestanverðu landinu á morgun sem gæti náð því að verða stormur. Djúp lægð er að færast nær landinu úr suðri sem fer yfir landið og veldur óveðrinu og sömuleiðis vonskuveðri á Írlandi og Bretlandseyjum. Búast má við að veðrinu fylgi talsverð vatnsveður og vindhraðinn verður allt að 25 metrar á sekúndu en um 30 m/s út af austurströnd landsins.

Sjá einnig: Vara við fárviðri

Heldur bætt í lægðina miklu

Trausti Jónsson veðurfræðingur skrifar á bloggsíðu sína að í gærkvöldi hefði Evrópureiknimiðstöðin „heldur bætt í lægðina miklu sem á að heimsækja okkur“ á aðfaranótt miðvikudags og reiknar miðjuþrýsting nú 931 hPa. Bandaríska veðurstofan vill enn betur og segir nú 924 hPa. Efri talan er auðvitað líklegri.„Það er sárasjaldan að þrýstingur fer niður fyrir 930 hPa hér við land,“ skrifar Trausti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert