Ferðamaður fundinn við Löngufjörur

Björgunarsveitarmenn að störfum. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Björgunarsveitarmenn að störfum. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Ljósmynd/Landsbjörg

Búið er að kalla út allar björgunarsveitir á Vesturlandi, auk sporhunda og stjórnstöðvarbíls af höfuðborgarsvæðinu, til að leita tveggja erlendra ferðamanna við Löngufjörur á Snæfellsnesi.

Samkvæmt tilkynningu frá Landsbjörg fannst bílaleigubíll ferðamannanna við Löngufjörur í dag en honum átti að skila í gær. Þá áttu ferðamennirnir einnig bókað flug úr landi en skiluðu sér ekki í það.

UPPFÆRT kl 19:07

Í kvöldfréttum RÚV var því haldið fram að eins manns hafi verið leitað, ekki tveggja og að hann væri nú fundinn. Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsinga- og kynningarfulltrúi Landsbjargar gat ekki staðfest þær fregnir í samtali við mbl.is. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert