Grunur leikur á að lögreglumaður, sem handtekinn var í lok síðasta árs, hafi lekið upplýsingum gegn greiðslum. Honum var úr haldi fyrr í dag en farið hefur verið fram á gæsluvarðhald yfir öðrum karlmanni sem hadtekinn var í gær.
Hafi lögreglumanninum verið mútað varðar það 109. grein almennra hegningalaga og getur slíkt brot varðað fangelsi allt að þremur árum. Þar segir: „Hver sem gefur, lofar eða býður opinberum starfsmanni gjöf eða annan ávinning, sem hann á ekki tilkall til, í þágu hans eða annarra, til að fá hann til að gera eitthvað eða láta eitthvað ógert sem tengist opinberum skyldum hans skal sæta fangelsi allt að 3 árum eða sektum ef málsbætur eru fyrir hendi.“