Fær gögnin eftir helgi

Lögreglustöðin Hverfisgötu.
Lögreglustöðin Hverfisgötu. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Lögmaður lög­reglu­manns­ins sem var hand­tek­inn fyr­ir ára­mót vegna meintra brota í starfi seg­ist von­ast til þess að fá gögn máls­ins af­hent frá sak­sókn­ara á mánu­dag. Til stóð að það gerðist í dag en af því verður ekki. Lög­reglumaður­inn er sakaður um að hafa lekið upp­lýs­ing­um.

Ómar Örn Bjarnþórs­son, lögmaður lög­reglu­manns­ins, seg­ist ekki hafa fengið gögn­in í dag en hann von­ist til að það ger­ist strax á mánu­dags­morg­un. Hann hafi ekki ástæðu til að ætla annað en að hann fái aðgang að öll­um rann­sókn­ar­gögn­un­um.

Í fjöl­miðlum hef­ur komið fram að lög­reglumaður­inn sé grunaður um að hafa lekið upp­lýs­ing­um, jafn­vel gegn greiðslu, en hann starfaði fyr­ir fíkni­efna­deild lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu. Helgi Magnús Gunn­ars­son, vara­rík­is­sak­sókn­ari, hef­ur staðfest að hann sé grunaður um mjög al­var­leg brot í starfi.

Sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is ligg­ur allt að sex ára fang­elsi við þeim brot­um sem lög­reglumaður­inn er sakaður um að hafa framið í starfi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert