Heyrði þetta fyrst í fréttum

Birgir Örn Birgisson, faðir Einars Arnar Birgissonar, sem Atli Helgason, lögfræðingur, myrti í nóvember árið 2000 segir í samtali við Fréttablaðið í dag að það hafi verið eins og blaut tuska í andlitið að frétta af því að Atla hafi verið veitt uppreist æru.

„Hann hefur aldrei sýnt nokkra iðrun til okkar í þessu sambandi. Við höfum aldrei heyrt í honum,“ segir Birgir Örn í viðtali við Fréttablaðið.

Kastljós greindi frá því í gærkvöldi að Atla Helgasyni hefði verið veitt uppreist æru af innanríkisráðuneytinu og hann sækti nú um að fá lögmannsréttindi sín aftur.

Birgir vissi ekki af málinu áður en það kom í fréttum í gærkvöldi. „Þetta er bara eins og blaut tuska framan í andlitið á manni, það er ekkert öðruvísi.“

Frétt Fréttablaðsins í heild

Í frétt RÚV seg­ir að Atli hafi verið dæmd­ur fyr­ir mann­dráp í maí 2001. Sam­tím­is var hann svipt­ur mál­flutn­ings­rétt­ind­um. Hann  lauk afplán­un 2010. Frá þeim tíma hef­ur hann starfað á lög­manns­stofu sem lög­fræðing­ur.

Fyr­ir ára­mót fékk Atli upp­reist æru sem þýðir að hann er nú með óflekkað mann­orð. Atli hef­ur lagt inn beiðni til Héraðsdóms Reykja­vík­ur um að rétt­inda­svipt­ing hans verði felld úr gildi svo hann geti fengið mál­flutn­ings­rétt­indi sín að nýju.

Í Kast­ljósi kvölds­ins kom fram að mál Atla Helga­son­ar yrði tekið fyr­ir í héraðsdómi í vik­unni. Þar sagði einnig að ár­un­um 1995–2012 hefðu 57 sótt um upp­reist æru. 31 var hafnað, einn dró um­sókn sína til baka og fimm voru felld­ar niður. Til þess að eiga mögu­leika á upp­reist æru þarf að hafa tekið út refs­ingu sína. Sé brotið al­var­legt þurfa að hafa liðið fimm ár frá lok­um afplán­un­ar og það þarf að vera fyrsta brot.

Hafi lög­menn verið svipt­ir lög­manns­rétt­ind­um þurfa þeir meðmæli Lög­manna­fé­lag­ins og stand­ast prófraun til að eiga mögu­leika á því að öðlast rétt­ind­in á ný.

Frétt mbl.is

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert