Maðurinn sem slasaðist alvarlega í Skarðsdal á laugardag er kominn úr öndunarvél samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum. Rann hann um hundrað metra niður hlíð en hann var í um 700 metra hæð þegar slysið átti sér stað.
Fólkið var í fjallgöngu ásamt fleirum. Konan slasaðist nokkuð og er hún meðal annars með brotna hryggjarliði, brákað rifbein, skurð og mör.
„Aðstæður á slysstað voru erfiðar en greiðlega gekk fyrir áhöfn þyrlunnar að búa um hina slösuðu og flytja þá um borð í þyrluna,“ sagði í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni um slysið.
Frétt mbl.is: Maðurinn er alvarlega slasaður