Taldi þögn sama og samþykki

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata.
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fulltrúar utanríkisráðuneytisins sögðu að viðræðunum hafi verið alfarið slitið. Enginn andmælti því,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, á Facebook-síðu sinni í dag þar sem hún útskýrir þau ummæli sín í gær að hún hefði fengið „algerlega afgerandi svör“ á fundi sameiginlegrar þingmannanefndar Alþingis og Evrópuþingsins um það að ef sótt yrði um inngöngu í Evrópusambandið á nýjan leik yrði að hefja ferlið á byrjunarreit.

Frétt mbl.is: Þráðurinn er rofinn

Vísar Birgitta þar til þess að fundinn sátu tveir þingmenn á Evrópuþinginu, þau Jørn Dohrmann og Catherine Stihler, ásamt Claude Maerten, deildarstjóra í utanríkisþjónustu Evrópusambandsins. Birgitta segir nauðsynlegt að fá úr því skorið áður en til mögulegs þjóðaratkvæðis kemur um málið hvort leggja þyrfti af stað frá byrjunarreit eða ekki. Ekki hafi verið hægt að fá skýr svör frá Evrópusambandinu í þeim efnum.

„Samkvæmt allri opinberri stjórnsýslu hérlendis er ekkert í gangi varðandi aðild, öll starfsemi sem tengist aðildarviðræðum hefur verið lögð af. Ekkert er heldur sem ber þess merki í ESB að við séum áfram í þessu,“ segir Birgitta ennfremur. 

Ef að það er svo að það sé eingöngu afstaða ríkisstjórnar Íslands að við séum hætt, af hverju hefur þá öllu starfi er lítur að aðildarviðræðum verið hætt. Ef ESB lítur svo á að þráðurinn hefur ekki verið rofinn þá er mikilvægt að það komi fram áður en til þjóðaratkvæðagreiðslu kemur. Það er allt annað að byrja frá grunni en að halda áfram.“

AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert