Óánægja starfsmanna sögð ástæðan

Starfsfólk skrifstofunnar taldi könnunina ekki nýtast nógu vel að sögn …
Starfsfólk skrifstofunnar taldi könnunina ekki nýtast nógu vel að sögn Halldórs.

Óánægja faglega ráðinna starfsmanna borgarinnar með þjónustukönnun Gallup olli því að meirihlutinn í borginni ákvað að kaupa ekki niðurstöður hennar. Þetta segir Halldór Auðar Svansson, oddviti Pírata í borgarstjórn, í samtali við mbl.is.

„Starfsfólk skrifstofu borgarstjóra taldi þessa könnun, eins og Gallup væri að útfæra hana, ekki nýtast borginni nógu vel. Voru skrifstofan og Gallup því í viðræðum um ákveðnar breytingar sem gengu svo ekki eftir,“ segir Halldór. Auk þessa hafi starfsfólk innan borgarinnar ekki sagst nýta sér könnunina.

Skilur að upp komi umræða

„Pælingin var því frekar að semja við einhvern um að framkvæma þetta með hætti sem gæfi okkur nýtilegri gögn, hvort sem það væri Gallup eða einhver annar,“ segir hann og bætir við að mögulega yrði það fyrirkomulag hagkvæmara heldur en að kaupa niðurstöður þjónustukönnunar Gallup.

„Ég skil samt sem áður að þá komi upp þessi umræða um að þarna sé verið að fara frá þessu því þetta komi ekki nógu vel út. Þetta eru kannski tvö mismunandi sjónarhorn, annars vegar hvernig þetta horfir við okkur faglega og hins vegar hvernig þetta kemur út út á við,“ segir Halldór.

Ákvörðunin sögð vera þvert á stefnu

Hall­dór Hall­dórs­son odd­viti Sjálf­stæðis­flokks sagði í sam­tali við mbl.is að ákvörðun meirihlutans í dag væri þvert á stefnu hans um opna stjórn­sýslu, aukið gegn­sæi og meira upp­lýs­ingaflæði til íbúa borg­ar­inn­ar.

Frétt mbl.is: Meirihlutinn vill gera eigin könnun

„Mér er al­veg sama hver er í meiri­hluta. Þetta er verk­færi sem okk­ur býðst að nota til að gera bet­ur og meiri­hlut­inn er með þessu, þver­öfugt við það sem liðsmenn hans gefa sig út fyr­ir, að reyna að halda að upp­lýs­ing­um frá borg­ar­bú­um því þeim þykja þær óþægi­leg­ar,“ sagði Hall­dór.

Halldór Auðar Svansson borgarfulltrúi Pírata.
Halldór Auðar Svansson borgarfulltrúi Pírata.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert