Taflið er að snúast við

Framsókn Sigurðar Inga Jóhannssonar (fyrir miðju) er í lægð. Bjarni …
Framsókn Sigurðar Inga Jóhannssonar (fyrir miðju) er í lægð. Bjarni Benediktsson (l.t.h.) og Sjálfstæðisflokkur sækja á. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sjálf­stæðis­flokk­ur og Pírat­ar hefðu meiri­hluta á Alþingi yrðu úr­slit kosn­inga eins og niður­stöður nýrr­ar skoðana­könn­un­ar Fé­lags­vís­inda­stofn­un­ar HÍ benda til. Fylgi Sjálf­stæðis­flokks mæl­ist 28,2% og Pírata 25,8% eða sam­an­lagt 54%.

Að und­an­förnu hafa Pírat­ar mælst hátt í könn­un­um, en nú virðist sem taflið sé að snú­ast við. Í könn­un Gallup um sl. mánaðamót sögðust 26,6% kjósa Pírata ef gengið væri til kosn­inga nú og rúm 27% Sjálf­stæðis­flokk. Um ára­mót fylgdu 35,3% Pír­öt­um en 25,2% Sjálf­stæðis­flokki.

Stuðning­ur við VG í könn­un Fé­lags­vís­inda­stofn­un­ar mæl­ist 18,9%. 8,9% segj­ast styðja Sam­fylk­ingu og 8,2% Fram­sókn­ar­flokk, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um niður­stöður könn­un­ar­inn­ar í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert