„Upp komast svik um síðir“

Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar.
Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Golli

Helgi Hjörv­ar, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, seg­ir það mjög mik­il­vægt að Alþingi skipi rann­sókn­ar­nefnd til þess að rann­saka aðkomu þýska bank­ans Hauck & Auf­häuser Pri­vat­bankiers að kaup­um á hlut rík­is­ins í Búnaðarbank­an­um árið 2003. Það sé al­gjört grund­vall­ar­atriði.

Helgi gerði málið að um­tals­efni í upp­hafi þing­fund­ar í dag. Eins og kunn­ugt er hafa umboðsmanni Alþing­is borist nýj­ar upp­lýs­ing­ar um hvernig leiða megi í ljós hver hafi í raun verið þátt­taka þýska bank­ans í kaup­un­um með aðild hans að Eglu hf.

S-hóp­ur­inn svo­nefndi keypti kjöl­festu­hlut í Búnaðarbank­an­um í janú­ar 2003.

Helgi benti á að þegar fjár­laga­nefnd Alþing­is rann­sakaði málið fyr­ir um tíu árum hafi þess­ar upp­lýs­ing­ar, sem umboðsmaður seg­ist nú búa yfir, verið þær sem skorti til að upp­lýsa um hvort um „svik og svínarí“ hafi verið að ræða.

Enn væri þó of snemmt að segja til um hvaða upp­lýs­ing­ar þetta væru eða hvaða þýðingu þær gætu haft.

Helgi nefndi að marg­ir hefðu haft ástæðu til þess að ætla að þýski bank­inn hefði ekki verið raun­veru­leg­ur kaup­andi Búnaðarbank­ans, held­ur hefði hann verið lepp­ur fyr­ir ís­lenska aðila. Þessi er­lenda fjár­fest­ing, sem svo var kölluð, hefði ekki verið er­lend fjár­fest­ing, held­ur ís­lensk­ir pen­ing­ar og jafn­vel fengn­ir að láni úr sömu rík­is­bönk­um og verið var að selja.

Hann sagði brýnt að upp­lýsa al­menn­ing svo fljótt og verða má um hvernig aðkomu bank­ans var háttað að kaup­un­um. Rann­sókn­ar­nefnd­in þyrfti að fá allt það fjár­magn og starfslið sem þörf væri á. Þarna væri að finna kjarn­ann í sam­sær­inu í einka­væðing­unni. „Upp kom­ast svik um síðir.“

Frétt­ir mbl.is:

Gæti legið fisk­ur und­ir steini

„Hvenær er nóg nóg?“

Nýj­ar upp­lýs­ing­ar um þátt bank­ans

Þátt­taka bank­ans vek­ur spurn­ing­ar

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert