Katrín: Á Íslandi búa tvær þjóðir

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs.
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs. mbl.is/Styrmir Kári

Pana­maskjöl­in hafa af­hjúpað að á Íslandi búa tvær þjóðir. Þau hafa af­hjúpað hvernig sum­ir hafa fjár­magn sem þeir geta nýtt sér til að spila á öðrum leik­velli en okk­ur hinum er ætlaður. Bjart­ari tím­ar í efna­hags­mál­um duga ekki til ef við þorum ekki að ráðast að rót­um þess­ar­ar mis­skipt­ing­ar.

Þetta sagði Katrín Jak­obs­dótt­ir, formaður Vinstri hreyf­ing­ar­inn­ar – græns fram­boðs, í eld­hús­dags­ræðu sinni á Alþingi í kvöld. 

Hún sagði að af­hjúp­an­ir Pana­maskjal­anna hefðu jafn­framt rifjað upp fyr­ir okk­ur með áþreif­an­leg­um hætti að fjár­mála­kerfið, sem hefði verið byggt upp fyr­ir hrun af ný­frjáls­hyggju­öfl­un­um, nú­ver­andi stjórn­ar­flokk­um, hefði lifað af.

„Hér á landi er fá­menn­ur hóp­ur, þeirra á meðal ráðherr­ar í rík­is­stjórn Íslands, sem tók þátt í því að nýta sér af­l­ands­fé­lög í skatta­skjól­um til að geyma sína pen­inga. Þessi fé­lög lúta ekki sömu regl­um og við setj­um okk­ar eig­in viðskipta­lífi og samþykkj­um hér á Alþingi Íslend­inga,“ sagði Katrín.

„Af hverju eru ekki all­ir glaðir?“

Hún nefndi að eft­ir hraðskreiðar breyt­ing­ar í upp­hafi þess­ar­ar ald­ar, einka­væðingu bank­anna, ein­föld­un reglu­verks og upp­bygg­ingu fjár­mála­kerf­is, sem hefðu verið flest­um Íslend­ing­um eins og hul­inn heim­ur, hefði komið hrun 2008 þegar Pótem­kín­tjöld­um gervi­vel­meg­un­ar var svipt frá á einni viku.

„Nú átta árum síðar, eft­ir mikið starf margra, ekki síst al­menn­ings sem tók á sig aukn­ar byrðar og erfiðleika, eru bjart­ari horf­ur í efna­hags­mál­um þjóðar­inn­ar en lengi hef­ur verið. Það er gott og við Íslend­ing­ar get­um bæði þakkað okk­ur sjálf­um en líka for­sjón­inni sem færði okk­ur bæði mak­ríl og ferðamenn þegar neyðin var mest sem hef­ur hjálpað okk­ur upp úr öldu­daln­um.

Og af hverju eru þá ekki all­ir glaðir og reif­ir?

Svarið við því er ein­falt því bjart­ari tím­ar í efna­hags­mál­um duga ekki til ef meg­inþorri al­menn­ings í land­inu fær ekki að njóta þess­ara bjart­ari tíma og reyn­ir á eig­in skinni rang­láta skipt­ingu auðs, rang­látt kerfi sem meðhöndl­ar ekki alla jafnt,“ sagði Katrín.

Kerfið skapi mis­skipt­ingu

Alls staðar í heim­in­um væri fólk að vakna til vit­und­ar um að það er ekki eðli­legt að rík­asta eina pró­sentið í heim­in­um eigi meira en hin 99 pró­sent­in. Hér á Íslandi væri fólk að vakna til vit­und­ar um það að það er ekki eðli­legt að rík­ustu tíu pró­sent­in eigi nærri þrjá fjórðu alls auðs hér á landi. 

„Því að þessi mis­skipt­ing bygg­ist ekki á dugnaði og verðleik­um hinna rík­ustu held­ur þeirri staðreynd að á Vest­ur­lönd­um hef­ur verið reist kerfi sem hygl­ir hinum auðug­ustu og kem­ur niður á milli­tekju- og lág­tekju­hóp­um. Það hef­ur verið gert með skatt­breyt­ing­um, aukn­um gjöld­um fyr­ir grunnþjón­ustu á borð við heil­brigðisþjón­ustu og mennt­un, einka­rekstri og einka­væðingu al­mannaþjón­ustu og breyt­ing­um á fjár­mála­kerf­inu, breyt­ing­um sem oft nást í gegn með þrýst­ingi fá­mennra en auðugra hags­muna­hópa.

Það er þetta kerfi sem skap­ar mis­skipt­ingu á kostnað al­manna­hags­muna,“ sagði Katrín.

Og það væri þetta kerfi sem skapaði mis­vægi milli heims­hluta, ágenga nýt­ingu auðlinda, lofts­lags­vanda og stríðsátök þannig að sum­ir heims­hlut­ar eru mun viðkvæm­ari fyr­ir átök­um og áföll­um en aðrir. Það væri þetta kerfi sem gerði það að verk­um að ekki hafa verið fleiri á flótta frá lok­um síðari heims­styrj­ald­ar.

„Það er þetta kerfi sem ger­ir það að verk­um að meira að segja á okk­ar ríka landi telja um 48% heim­ila sig eiga í erfiðleik­um með að ná end­um sam­an.

Það er þetta kerfi sem ger­ir það að verk­um að meira að segja á okk­ar ríka landi eru um 6.100 börn sem líða efn­is­leg­an skort.

Þessu kerfi get­um við breytt ef við vilj­um og þorum.“

Skatt­kerfið jafni kjör­in

En til þess þyrfti nýja rík­is­stjórn sem viður­kenndi þá staðreynd að auðlind­ir okk­ar eru sam­eign okk­ar allra og það er eðli­legt að þeir sem fá leyfi til að nýta þær greiði eðli­legt gjald fyr­ir þau af­not.

Það þyrfti rík­is­stjórn sem viður­kenndi að skatt­kerfið á að nýta til að jafna kjör­in, bæði tekj­ur af vinnu og fjár­magni.

Einnig þyrfti rík­is­stjórn sem ekki legði aukn­ar skatt­byrðar á lág­tekju­fólk með því að hækka virðis­auka­skatt á mat­væli, held­ur kort­legði hvar fjár­magnið er að finna og skatt­legg­ur það – frem­ur en að seil­ast í vasa launþega á Íslandi.

„Og um leið og við jöfn­um kjör­in þá jöfn­um við líka aðstæður fólks því þess­ar tekj­ur geta skipt sköp­um í okk­ar sam­eig­in­legu verk­efni; nýj­an Land­spít­ala, gjald­frjálst heil­brigðis­kerfi, há­skóla og rann­sókn­ir, fram­halds­skóla fyr­ir alla, ör­orku­bæt­ur sem upp­fylla fram­færslu­viðmið og mann­sæm­andi elli­líf­eyri þannig að fólk geti lifað góðu lífi af sín­um tekj­um og tekið þátt í vinnu­markaðnum og sam­fé­lag­inu eins lengi og hug­ur þess stend­ur til, sam­fé­lag­inu og því sjálfu til hags­bóta,“ sagði Katrín meðal ann­ars.

Hver rann­sókn­in á fæt­ur ann­arri sýndi að niður­skurðar­stefn­an sem rík­is­fjár­mála­áætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar byggðist á veld­ur meiri skaða en ávinn­ingi. „Það þarf öfl­uga grunnþjón­ustu og auk­inn jöfnuð til að tryggja vel­sæld al­menn­ings og al­menna hag­sæld, Fyr­ir því eru ekki ein­ung­is rétt­læt­is­rök held­ur líka efna­hags­leg rök.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert