Sjálfstæðisflokkur og Píratar stærstir

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Eggert

Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 28,5% fylgi en Píratar 27,4% samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup sem greint var frá í tíufréttum RÚV í kvöld.

Engar tölfræðilega marktækar breytingar eru á fylgi stjórnmálaflokkanna þegar fylgið samkvæmt könnuninni, sem framkvæmd var dagana 28. apríl til 29. maí, er borið saman við fylgi flokkanna í apríl.

Fylgi Framsóknarflokksins mælist 10,2%, Samfylkingin mælist með 7,7% fylgi, Vinstri hreyfingin – grænt framboð 16,8% og Björt framtíð 4,0%.

Stjórnmálaflokkurinn Viðreisn mælist samkvæmt könnuninni með örlítið meira fylgi en Björt framtíð eða 4,3% og er þá sjötti stærsti flokkur landsins.

Skoðanakönnunin var framkvæmd dagana 28. apríl til 29. maí.

Rúmlega sjö prósent sögðust ætla að skila auðu eða sleppa því að kjósa ef kosið yrði í dag. Næstum tíu prósent taka ekki afstöðu eða neita að gefa hana upp.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert