Dómur yfir forystu ESB

Davíð Oddsson forsetaframbjóðandi og ritstjóri Morgunblaðsins.
Davíð Oddsson forsetaframbjóðandi og ritstjóri Morgunblaðsins. mbl.is/Árni Sæberg

Davíð Odds­son, for­setafram­bjóðandi, rit­stjóri Morg­un­blaðsins og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra, seg­ir að ákvörðun Breta að ganga úr Evr­ópu­sam­band­inu sé sögu­leg niðurstaða. Hann seg­ir að al­menn­ing­ur hafi ekki látið taum­laus­an hræðslu­áróður ráða för. Niðurstaðan sé dóm­ur yfir for­ystu ESB.

Þetta kem­ur fram á Face­book-síðu Davíðs, en hann er á meðal fjöl­margra sem hafa tjáð sig um þjóðar­at­kvæðagreiðsluna sem fór fram í gær. Hann seg­ir að al­menn­ing­ur hafi sent miðstýr­ing­ar­vald­inu í Brus­sel skýr skila­boð: „Við höfn­um sí­vax­andi af­skipt­um af inn­an­rík­is­mál­um okk­ar, - við ætl­um að end­ur­heimta full­veldi okk­ar.“

Hann seg­ir að niðurstaðan í Bretlandi sé dóm­ur yfir for­ystu Evr­ópu­sam­bands­ins fyr­ir óafsak­an­legt klúður í mál­efn­um flótta­manna og yf­ir­gengi­leg­um efna­hagslegum þreng­ing­um aðild­ar­ríkja. 

Hann seg­ir enn­frem­ur, að íbú­ar Evr­ópu standi frammi fyr­ir meiri óvissu en nokkru sinni. Nú velti á að haldið sé af festu á hags­mun­um Íslend­inga í hinu mikla um­róti.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert