Breska þjóðaratkvæðið „furðuflipp“

Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar.
Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Styrmir Kári

„Lýðræði snýst ekki um að ná einu sinni meira en helm­ingi kjós­enda, á óljós­um for­send­um. Þvert á móti er lýðræðis­kerfi okk­ar og friður og vel­sæld Vest­ur­landa byggt á skuld­bind­ingu um sam­eig­in­leg ör­lög og að lönd deili byrðum með þeim hætti að sum leggja stund­um mikl­um mun meira af mörk­um en önn­ur. Furðuflipp Ca­merons gaf 36% breskra kjós­enda færi á að hoppa af þeim vagni, með ófyr­ir­séðum af­leiðing­um fyr­ir álf­una alla.“

Þetta seg­ir Árni Páll Árna­son, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og fyrr­ver­andi formaður flokks­ins, á Face­book-síðu sinni um niður­stöður þjóðar­at­kvæðis­ins í Bretlandi þar sem samþykkt var að segja skilið við Evr­ópu­sam­bandið. Vís­ar hann til hlut­falls þeirra sem samþykktu úr­sögn af öll­um sem voru á kjör­skrá. „Þjóðar­at­kvæðagreiðslur geta verið nauðsyn­leg­ar stund­um, en þær brjóta niður þetta net lýðræðis­ins sem við höf­um byggt upp í Vest­ur-Evr­ópu, þar sem fjöl­breytt­ir hags­mun­ir veg­ast á og fólk ræðir sig að niður­stöðu.“

Árni seg­ir þjóðar­at­kvæðagreiðslur enn frem­ur „kljúfa ríki og þjóðir og brjóta niður sam­fé­lags­lega sam­heldni.“ Þær auki enn frem­ur átök og kljúfi fólk í fylk­ing­ar. Það hafi verið raun­in í Ices­a­ve-þjóðar­at­kvæðagreiðsl­un­um og einnig í þjóðar­at­kvæðinu í Skotlandi um sjálf­stæði frá Bretlandi. Þar hafi af­leiðing­in verið hreinn meiri­hluti Skoska þjóðarflokks­ins og hrun Verka­manna­flokks­ins. Hann seg­ir það sama vera nú að ger­ast á landsvísu í Bretlandi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert