Guðni kjörinn forseti Íslands

Guðni Th. Jóhannesson er næsti forseti Íslands.
Guðni Th. Jóhannesson er næsti forseti Íslands. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lokatölur liggja nú fyrir í kosningum til forseta Íslands. 245.004 voru á kjörskrá en 185.390 atkvæði voru greidd. Kjörsókn var því 75,7%.

38,49% greiddra atkvæða hlaut Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur, eða 71.356 atkvæði alls og hefur hann því verið kjörinn sjötti forseti lýðveldisins.

Halla Tómasdóttir hlaut 27,51% allra atkvæða eða 50.995 og Andri Snær Magnason 14,04%, 26.037. Davíð Oddsson hlaut 13,54%, alls 25.108 atkvæði og Sturla Jónsson hlaut 3,48%, 6.446 atkvæði. Aðrir hlutu undir eitt prósent atkvæðanna. 

Lokatölur í kosningum til forseta Íslands 2016 að meðtöldum auðum …
Lokatölur í kosningum til forseta Íslands 2016 að meðtöldum auðum og ógildum seðlum.

Uppfært 7:45 -71,3% talin

71,3% atkvæða hafa nú verið talin og hefur Guðni 38,2% fylgi með 66.786 atkvæði.

Halla Tómasdóttir hefur 27,34% fylgi með 47.729 atkvæði og Andri Snær Magnason hefur 14,44% fylgi með 25.215 atkvæði.

Næstur kemur Davíð Oddsson með 13,51% fylgi og 23.592 atkvæði.

Sturla Jónsson hefur 3,5% fylgi og 6.111 atkvæði en aðrir frambjóðendur hafa hver og einn innan við 1% greiddra atkvæða.

1,52% atkvæðanna eru auð og ógild það sem af er talningu eða samtals 2.649.

Staðan þegar 71,3% atkvæða höfðu verið talin.
Staðan þegar 71,3% atkvæða höfðu verið talin.

Uppfært 6:42 – 67% talin

Þegar 67% atkvæða í forsetakosningunum höfðu verið talin hafði Guðni Th. Jóhannesson fengið tæplega 70 þúsund atkvæði eða 38,33% fylgi.

Halla Tómasdóttir er með 27,75% fylgi, Andri Snær Magnason 15% og Davíð Oddsson 13,8%.

Sturla Jónsson er með 3,6% fylgi. Aðrir frambjóðendur hafa fengið innan við 1% greiddra atkvæða.

2.490 atkvæði hafa reynst auð eða ógild.

Fylgi Guðna er minna en skoðanakannanir gáfu vísbendingar um rétt fyrir kosningar en fylgi Höllu að sama skapi nokkuð meira. „Með fylgið og skoðanakann­an­irn­ar,“ sagði Guðni í samtali við mbl.is í nótt. „Það er eitt­hvað sem skipt­ir ekki máli til lengri tíma litið en gerði mann ögn stressaðan í sjón­varps­sal.“

Fyrstu tölur sem lesnar voru upp í beinni útsendingu Ríkissjónvarpsins í kvöld voru úr Suðurkjördæmi en þar er minnstur munur á fylgi Guðna og Höllu. Lokatölur þaðan sýna að það munar aðeins einu prósentustigi á fylgi þeirra.  

Guðni fór úr sig­urpar­tí­inu sínu sem fram fór á Grand hóteli upp úr hálftvö í nótt enda bíður hans lang­ur dag­ur á morg­un. „Dag­ur­inn hefst á því að fjöl­miðlamenn koma til mín, svo taka við viðtalsþætt­ir í út­varpi og sjón­varpi. Eft­ir há­degi gefst von­andi smá stund milli stríða áður en fólk kem­ur heim til okk­ar El­izu og fjöl­skyld­unn­ar og fagn­ar þess­um áfanga í lífi okk­ar,“ sagði Guðni við mbl.is í nótt og bætti við:  „Svo pökk­um við í tösku og fljúg­um til Nice í Frakklandi að horfa á strák­ana okk­ar.“ 

Staðan þegar 67% atkvæða höfðu verið talin í morgun.
Staðan þegar 67% atkvæða höfðu verið talin í morgun.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka